Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 131
á íslandi.
129
6. Grísku. í kenni skal reynt í því, sem farið
hefir verið yfir í þremur efstu bekkjunum, sem
minnst má vera það, er þessu svarar: í óbundinni
ræðu 170 kapítular í Herodót, 2 bækur í Anabasis
Xenophontis eða í hans Minningarritum og eitt af
smærri ritum Platons; í bundinni ræðu 4 bækur af
Hómer, eða að minnsta kosti 2000 vers, og í hraðlesnu
svo sem 4 bækur í óbundnu máli.
7. í sagnafræði skal prófið vera a, munnlegt, b, skrif-
legt þannig að fyrir pilta sje lagðar spurningar úr hin-
um merkari köllum sögu íslands eða almennu söguuni.
8. í eðlisfræði og stjörnufræði er prófið munnlegt,
og skal reyna lærisveina í öllu, sem yfir er farið.
Fyrsti kafli 14. greinar orðist svo:
Burtfararprófið skal halda síðari hluta júnímánaðar.
Geti yfirstjórnendur skólans eigi komið því við að vera
sjálfir prófdómendur, skulu þeir nefna til þess tvo menn,
sem til þess þykja hæfir, og skulu þeir rita nöfn sín
undir eið, er tryggir samvi2kusamlegan dóm, osfrv.
Fyrsti hluti og miðhluti 15. greinar orðist svo:
Við burtfararpróíið skal gefa þessar sjerstöku
einkunnir:
Fyrir hvora um sig af hinum íslenzku ritgjörðum
er svo skal lagt saman og mynda eina einkunn, munn-
lega íslenzku, dönsku, þýzku, ensku, frakknesku, latínu,
grísku, sagnafræði, landafræði og eðlisfræði ásamt
stjörnufræði skal gefa eina einkunn; verða það alls 12
(eða 13) einkunnir, osfrv.
...................(— l2/3 breytist í -j- l2/a)
Við burtfararprófið þarf
til fyrstu ágætiseinkunnar ... 98 stig
- fyrstu einkunnar..............78 —
9
Andvari IX.