Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 81
austurland.
79
ofan á; eigi vóru þar jökulsprungur hættulegar, og
tókst með lagi að koma hestunum þar niður; þá vóru
nú búnar mestu torfærurnar, nema nokkurhamrabelti fyrir
neðan jökulinn, og komumst vjer svo klakklaust niður að
Asknesi. Fórum við svo inn með Mjóafirði, er þar slæmur
vegur og varð oss heldur ógreiðfær, því að komið var
niðamyrkur, og nætur og vörpur Norðmanna lágu víða
þvert yíir götuna og flæktust hestarnir í þeim og festust.
Yið vórum um nóttina í Firði.
Mjóifjörður her nafn með réttu; hann er örmjór
og snarbrött fjöll á báðar hliðar, undirlendi svo að
segja ekkert, nema svo lítið fyrir dalbotninum; fjalla-
tangarnir, er út ganga beggja megin við fjörðinn, eru
um 3000 feta háir og þar yfir. Fjallahryggurinn er
gengur milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar heldur áfram
upp að hóraði sunnanvert við Slenjudal; á honum er
töluverður jökull, þar sem hann er hæstur og heitir
Fönn, og þar austur og út af eru á honum víða jökul-
blettir, t. d. norðan við Hólaskarð og við Nóntind; hinn
nyrðri fjallgarðurinn milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar
er hæstur um Gagnheiði (3009 fet), Mjóafjarðarheiði er
eins og lægð á milli þeirra. Mjög er skriðuhætt í
Mjóafirði, og falla skriður því nær á hverjum bæ og spilla
túnum og engjum.
Um morguninn 24. ágúst fórum við á stað t’rá
Firði til Seyðisfjarðar, og fengurn til fylgdar Svein
Ólafsson frá Firði. Veður var í lakara lagi, kuldi og
riguing í byggð, og snjóaði í fjöll. Fyrir innan Fjörð
er einn byggður bær og annar í eyði. Við riðum fyrst
upp á Mjóafjarðarheiði: eru þar háir stallar í botnunum
efst í dalnum, fossar margir, og einkennilegt að sjá ofan
yfir fjörðinn svo örmjóan, og fjöllin svo há á báðar
hliðar. Fossar í giljum, sem steypast niður í Fjarðará,
eru sumir furðu liáir, en vatnslitlir; einn af hinum
hæstu er í Prestagili og hellir undir fossinum; þar bjó
skessan, sem seiddi til sín prestana frá Firði, sem segir