Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 24
22
t'erð um
sem gengur inn undir fjallið; ofan á því eru í fjallinu
austan við Laxá regluleg og glögg móbergslög, er hall-
ast 10° til NNV.; móberg þetta er smákornótt í neðri
lögunum en stórgerðara ofan á; að neðan ermóbergið
bláleitt, en gulmórautt bið efra. Ofan á móberginu
er basalt og á því sandur og möl úr Hólasandi. í
Laxárdal hafa eigi alls fyrir löngu orðið mikil eldsum-
brot, þó að öllum líkindum fyrir landnámstíð; í öllum
dalnum eru hraun; ná þau niður Aðalreykjadal og niður
undir sjó; hraun þessi hafa ei komið frá Mývatni, en
hafa ollið upp um glufu í dalnum sjálfum, því að í
iionum er röð af eldborgum; eru þær mjög misstórar
og fjarska tnargar. J*að er í munnmælum haft, að
fyrir eldgosin hafi Laxá ei runnið eptir dalnum, en
þar hafi verið eintómar seftjarnir, en þessu mótmælir
önnur munnmælasaga. fegar Garðar landnámsmaður
kom liér að landi, þótti honum Laxá furðu mikil á
og þó bergvatn; sendi hann þræl sinn til að greunslast
eptir upptökum hennar; þrællinn gekk upp dalinn og
síðan luing um Mývatn allt; og kom svo aptur. Garð-
ari þótti þrællinn ei hafa verið lengi burtu, hélt aö
svo mikil á hefði meiri aðdraganda og að þrællinri
hefði svikizt um og skrökvað að sér; þrællinn varð þá
svo reiður, að hann lagði það á, að oldur skyldi spretta
upp í hverju spori sínu ; varð það að áhrinsorðum og
brann þá við Mývatn og í Laxárdal.
Upp frá Grenjaðarstað og Múla skerst upp í heið-
ina þegjandadalur; þar er sagt að áður hafi verið
töluverð byggð; þar vóru að austan Hrísar, Hrísakot,
Bjarnarstaðir og Brúar, er lagðist niður um 1820; að
vestan Einarsstaðir (kirkjustaður); Skeiðar, Skeiðakot
Maríugerði og Múlastekkur.
Frá þ>verá héldum við um Hólasand að Mývatni;
slógust með í förina Benedikt og Jón synir Jóns bónda
á J*verá. Hér og hvar á sandinum standa upp mó-