Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 58
56
Ferð um
bergi hér og hvar víðar á austurlandi og vesturlandi.
Hreint silfurbcrg er eigi altaf jafnútgengileg vara; það
er að eins lítið eitt sem selst til notkunar við »op-
tisk» (sjdnauka-) verkfæri; stærri stykkin kaupa söfn og
einstakir menn að gamni sínu; verðið verður því mjög á
reiki. þ>að eru stóru silfurbergsstykkin, sem eiga að
borga vinnuna, en rostinn er að tiltölu mjög verðlágur,
smálestin vanalega um 30 krónur. Kostnaðarsamt mun
veí'ða að vinna námuna fyrst um sinn, því að margt
þarf að gera við og út búa, auk þess eru vinnulaun á
sumrum mjög há á Eskiíirði, einkum þegar síld veiðist,
en silfurberg er þó svo fágætt og merkilegt, að öli
nauðsyn er á, að nokkuð sé upp teldð við og við. Eigi
er það þó hentugt, að stjóruin starli að slíkum fyrirtækjum;
hún heíireptir mörguað líta, ogeigier að búast við, að allt
gangi jafnfljótt og velfiá hendi, þarsem margir eiga umað
sjá; auk þess eru þess konar fyrirtæki svo hvikul, og undir
mörgum kringumstæðum komið,hvortþau borgasigeðaekki.
Frá Eskiflrði fór eg 24. júlí inn með líeyðarfirði og
svo út með honum að sunnan og kom við á Hólmum;
hið nafnkunna æðarvarp á Hólmum hefir gengið töluvert
úr sór á seinni árum; nú fást þar tæp 100 ÍF af dún,
áður var það miklu meira; varphólmarnir eru 5 og
flestir smáir. Beggja megin fjarðarins eru stallagrjóts-
lögin í fjöllunum stór og hrikaleg og hallast 5° inn á
við; svo sýnist sem lögin eða stallarnir haldi áfram
neðan sjávar. Víða fram með iækjum og giljum við
suðurströnd Reyðarfjarðar eru líparíthnullungar; þó sá
eg hann eigi í föstu bergi, nema í Ljósafjalli við Breið-
dal, er gengur suður af Hafranesi. Surtarbrandur dálítili
er hér sumstaðar hátt uppi í íjöllurn t. d. fyrir ofan
Eskifjarðarsei, í Skildingaskörðum fyrir ofan Hafranes og
víðar. Isrákir eru hér alstaðar á klettum. Hjá Hafra-
nesi eru rnargar og stórkostlegar gangmyndanir, hver
berghleinin við aðra efst úr fjöllum niður í sjó, og