Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 38
36
Ferð um
láta takmörkin verða þar sem þeir mættust, efþeir færu
jafnt að heiman; Skálholtsbiskup var yngri og hvatari
og komst því yfir meira svið. Á leiðinni fengum við
úðarigningu og þoku, svo að lítið sást. Víðirdalur er
allur fullur af roksandsþúfum; en þó eru fram með
Víðirdalsá flatvaxnir melhryggir. Töluvert er uppdrætti
íslands ábótavant um þetta svið, þótt ei sé það eins
mikið og þegar austar og sunnar dregur. Yms fjalla-
drög úr móbergi ganga hér frá norðri til suðurs. Næst
Jökulsá eru Lambafjöll; vestanvert við Víðirdaf gengur
fram Biskupsháls; Víðirdalsfjöfl eru töluvert hærri, og
ganga í röð eða garði austan við dalinn, unz þau hverfa
á öræfunum fyrir suðvestan Möðrudal; ýms skörð skipta
þeim, svo að syðri hluti þeirra er eins og röð af tindum»
nyrzt er Sótaskarð rétt fyrir sunnan Víðirdals-bæ,
sunnar Sauðaskarð og Sauðahnúkur, þá Vegaskarð og
Vegahnúkur, þá Geldingafell, þá Sandfell, og rennur
Skarðsá millum þeirra, og syðst Kjalfell; öll eru fell
þessi keilumynduð (nema Kjalfell afiangt) og úr mó-
bergi. Við Kjalfell er að austan eigi alllítið vatn,
Húshólsvatn. Á öræfasléttunum þar fyrir sunnan, suður
af Möðrudal eru víða mjög einkennilegir smátindar í
röðum frá norðri til suðurs, eins og eintómir sykur-
toppar upp úr sléttunum. Skarðsá rennur austan við
Víðidalsfjöll og í hana Sauðá. Möðrudalur er skakkt
settur á kortinu, og er öll afstaða og útlit fjallanna á
því mjög ólíkt því sem er, enda hefir þessi landshluti
aldrei verið reglulega mældur. Frá Möðrudal fórum við
að Brú á Jökuldal.
í kring um Möðrudal er flatt land hulið roksandi,
en þegar austar dregur taka við Möðrudalsfjallgarðarnir;
það eru tveir fjallgarðar langir og háir og ganga jafn-
hliða frá norðri til suðurs; þá vantar alvegá uppdrátt
íslands; jafnhliða, vestan við vestari fjallgarðinn, er
Jægri fjallahryggur með smátindum og eins við eystri