Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 105
á Islandi.
103
lítið sýnishorn af því, hversu tekst, þegar landsmenn
sjálfir eru blindir, og ráðgjafi íslands þekkir því miður
svo hörmulega lítiðtil, hvað bezt gegnir á íslandi; að öðru
leyti skal jegláta álit nefndarinnar í friði. Jeg vilþví nú
snúa mjer að reglugjörðinni sjálfri, eins og hún er nú,
og kennslunni.
I.
Hverri meginreglu fylgja skuli í kennslu í lærðum
skólum, eru menn ef til vill ekki allir á eitt mál sáttir,
að minnsta kosti í stöku smáatriðum. En hitt vonast
jeg til að allir játi, að Jcennslan eigi að vera gagn-
leg og notasæl til jrambúðar. En þetta getur hún því
að eins orðið, að hœfilega margar, eklci oj margar,
vísindagreinir sje Jcenndar, og að það sem lært er,
sje svo ljóst og greinilega skýrt og kennt, að það
festist í huga unglingsins og hverfi eigi jafnótt sem
það kemur, og að lærisveinarnir sje vandir á, að Jiugsa
um það, sem þeir eiga að nema, og læra það svo, að
það verði þeirra eigin eign; en hinu verður aptur á
móti að gjalda sterkan varhuga við, að þeir læri ekki
eingöngu utan að allt saman, og að sá sje ævinlega
talinn beztur, sem tafsar allt orðrjett upp, eins og það
stendur í bókunum ; slík kunnátta er jafnaðarlega eingin
kunnátta og opt verri en nokkur; því að þeir sem svo
læra, hugsa minna um efni orðanna en orðin sjálf, og
gleyma að hugsa sjálfir það sem þeir lesa; þeir eyði-
leggja alveg gáfur, sem annars kynnu að vera í beíra
lagi, og verða aldrei sjerlega sjálfstæðir menn nje
stefnufastir. Jeg held og eptir þeim athugunum, sem
jeg haft, þótt þær sje eigi mjög miklar, að þess konar
þulunám láti oss íslendingum öllu verr og sje oss
rniklu óeiginlegra, enda óalmennara hjá oss. £að er
og eitt, sem er mjög skaðlegt, og það er að hafa stuttar
kennslubækur eða ágrip, en þau er bein afleiðiug af