Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 112
110
Uin hinn iærða skóla
Jeg bygg, að sje stílar í latínu góðir til þess að hún
lærist betur, þá megi nota þá og við önnur mál til hins
sama, og þurfi þeirra eigi við þau, þurfi þeirra heldureigi í
latínu. það er auðskilið. J>egar nú þar til kemur, að
lalínu er engin lífs nauðsyn að nema betur, en hvert
annað, sem læra ber. þá verður endirinn sá á, að stílar
í latínu falli brott, sem í hinum málunum. En þá
kemur það til greina, hvort stílar sje ekki nauðsynlegir
í hverju máli, og Jiá eins í latínu. En því verð jeg að
neita samkvæmt eiginni reynslu, að þeir sje ómissandi;
jeg hefi nú í um tólf ár gert latínska stíla en
engan grískan, og skil jeg alit eins vel eðli grísku sem
latínu; það væri líka undarlegt, ef Jiað hjáipaði til að
komast í skilning um eitthvert mál, að snúa nokkurum
línum svo sem einu sinni á viku í sveita síns andlitis,
án þess að fá að hafa hjálparbækur sjer til stuðnings;
jeg hefi líka marga vitað þá, sem eptir heila ldukku-
stund vóru búnir að svita 2—3 latínu-línum á
pappírinn og þótt kraptaverk, og þeim ef til vill ram-
vitlausum; dálítið beld jeg að þessir piltar hafi komizt
botur inn í eðli málsins fyrir bragðið. Nei, eðli málsins
lærist eigi, nema með því að lesa mikið á sjálfu málinu
og hraðlesa miJcið, (hraðlesturinn er einn af hinum
fáu kostum reglugjörðarinnar), og setja á sig hvernig þetta
og þetta sje sagt; þar við fæst æfing í að bera saman
staði 2 eða fleiri, og það er mun skemmtilegra og
listilegra en hitt þaulið. Hinu vil jeg eigi alveg neita,
að til þess að festa orðmyndirnar sjálfar í minninu
kunni stílar að vera notandi, og þá á það að vera á
valdi hvcrs kennara, hvort hann hefir stíla eða eigi og
hvað opt eða sjaldan; slíkt heyrir undir kennsluaðferð
hvers, en ekki undir reglugjörðar ákvæði.
Nú segir enn fremur, að 1) bókmenntasaga, 2)
sljórnarskipun og 3) goðafræði Grikkja og Itómverja
skuli kennt vera; jeg veit nú hvernig þetta hefir allt