Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 138
136
Um merki íslands.
Eptir
Pálma Pálsson.
f að er skamt til þess að gera síðan að alþýða á
Islandi fór að amast við þorskinum sem ímynd eða ein-
kenni sjálfrar sín í ríkismerki Dana. Sigurður Guðmunds-
son, málari, mun fyrstur manna á íslandi hafa reynt til
að brjóta stallann undan þessu goði með því, að benda
mönnum á, að fálkinn íslenzki væri sæmilegra merki
lands og þjóðar enn þorskurinn, og fá raenn til að marka
bann á skrautblæjur sínar. Gerðu menn víðs vegar um
alt land svo góðan róm að þessari hugmynd eða tillögu,
að á fám árum hafði fálkinn svo mjög rutt sjer til
rúms í huga þjóðarinnar, að hann einn var talinn merki
hennar fullgilt. Raunar var mönnum fullljóst, að þorskur-
inn sat enn óhaggaður í ríkismerkinu og prýddi það að
maklegleikum, enn Ijetu sjer ekki annt að svipta það
þeim skrúða fyr enn færigæfist. Ennþessvarðkosturvonum
bráðar. þ>að var þegar alþingishúsið var reist (1880).
fað lá beint við, að nefnd sú, er alþingi setti umboðs-
stjórninni við hlið til að standa fyrir húsgerðinni, sæi
um, að þar væri hið nýja merki upp tekið í stað þorsks-
ins. En þrátt fyrir góðan vilja sumra nefndarmanna fóru
svo leikar, að annað varð ofan á. 0g þegar alþingis-
menn síðan ljetu sjer það miður líka, sem vonlegt var,
og fóru fram á, að samkomustaður þeirra, merkilegasta
og laglegasta stórhýsi Iandsins, væri losaður við þorsk-
djásnið, mat ráðgjaíinn meira vísdóm hins danska