Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 76
74
Ferð um
ar líparít, margvíslega myndaður í ýmislega löguðum
hellum, sumstaðar í reglulegum súlum, er vóru 8-, 4-
eða 5 strendar og sumar allt að 2 álnir á lengd. I
þoku og rigningu komum við á Eskifjörð um kveldið.
Á Eskifirði dvaldi eg enn nokkra daga til þess að skoða
silfurbergsnámuna, eptir að búið var að taka ofan af
mestu urðina og mölina, og til þess að sjá um verkið.
Seinni hluta dags 19. ágúst fórum við frá Eski-
firði út í Stóru-Breiðuvík í þoku og kuldabryssingsveðri.
|>ar var kaupstaðurinn áður en hann var fluttur á Eski-
fjörð, eins og fyrr er sagt; þar var og kirkja, annexía
frá Hólmum. Daginn eptir fórum við í Viðfjörð. Upp
af Breiðuvík og út af Helgustaðafjalli er Grákollur, í því
fjalli er holótt basalt og í holunum alls konar stein-
myndanir, þó helzt kvarz og kalcedónar meðýmsu lagi. Kal-
cedónarnir eru opt mjög stórir með hálfgagnsæjum, litlaus-
um, hvítum, gullgulum eða rauðum kúpum, stundum eins
oggráleitir eða bláleitir margsamtvinnaðir þönglar eða
garnir, opt með hvössum kvarzkrystöllum utan á. Hvergi á
landinu eru þess konar steinmyndanir jafnfagrar. Krystalla-
tegundir, sem eru svo til orðnar innan í basaltholum, geta
opt losnað úr, þegar bergið fúnar í lning og brotnar, og
eru þær þá kallaðar hér í fjörðum »bergfæðingar«, séu
þær holar að innan og léttar, svo að þær synda á vatni,
kalla menn það »sundsteina«. Úr Grákolli héldum við
yfir fjallið til Viðfjarðar um brúnirnar rétt fyrir ofan
Vöðluvík; er það eins og geysimikil skál eða hvylft skorin
niður gegn um basaltlögin; þar eru 4 bæir; Kirkjubólsá
fellur niður í víkina, og er lón á undirlendinu þar sem
hún fellur til sjávar. Sandvfk er nokkru utar og Gerpir
á milli, austasti höfði á íslandi. Að báðum þessum
víkum eru mjög brött fjöll og mjög illt að komast þangað
einkum á vetrum. í Sandvík er mælt að lík verði opt
að standa mjög lengi uppi, af því að eigi er hægt að
koma þeim burt. í skarðinu, þar sem veginum tekur