Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 21
austurland.
19
steingjörvum jurtastönglum, en nú er þar enginn
grasvöxtur í kring, að eins melöldur og blágrýtisklettar;
þar er nú enginn jarðhiti, en enn vottar fyrir 5—6
gömlum hveraholum.
Á leiðinni inn á Akureyri frá Möðruvöllum er
blágrýti í jörðu og standa upp ótal blágrýtishnúðar,
allir fágaðir af ísgangi fyrri tíma; ganga ísrákirnar
flestallar í sömu stefnu og fjöröurinn; sumstaðar hafa
jöklarnir skafið djúpar bvylftir í bergið. Fjörðurinn
var allur mörauður ,af frambmði úr Eyjafjarðará út
fyrir Dagverðareyri. Eyjafjarðará ber svo mikið fram,
að Pollurinn eða höfnin á Akureyri er allt af að minnka.
Arburðurinn myndar fiáan marbakka, er gengur yfir
þveran fjörðinn í bugðu um miðjan Akureyrarbæ; um
fjöru má ríða yfir Pollinn að sunnanverðu. Fyrir
innan syðstu húsin á Akureyri er Krókeyri, fyrir neðan
og utan Naust; þar var bátalega fyrir 50 árum, en nú
er þar hverri kænu ófært. Oddeyri er auðsjáanlega
mynduð af framburði úr Glerá, en straumurinn á
Pollinum, sem orsakast af Eyjafjarðará, hcfir allt af
borið töluvert að suðurhlið eyrarinnar og hækkað hana
þar, svo að við það hefir mynni Glerár færzt meir og meir
norður á við. Vaðlaheiði er 2200 fet á hæð, hún er
bröttust að vestan, en smáhallar að austanverðu; hún
er mynduð af ótal basalt-iögum, sem hallast lítið eitt
(2°) inn á við; víða má sjá í giljum hraunkenndar
þykkar skánir milli basaltlaganna, en allt er núið af ís á
yfirborðinu. f>ar er tekið nokkuð af fjallagrösum.
Seinni hluta dags fórum við yfir Fnjóskadal. far
er beitarland gott, en skógarnir eru þar allt af að
ganga af sér ár frá ári. ^ Boggja megin Fnjóskár eru /
fiáir hjallar af möl og urð, grjótið í kömbum þessum ^s%7
er víða mjög núið og brimbarið, sumir stein-hnull-'
ungar alin að þvermáli. Basalt er í fjöllunum í kring,
en mjög víða, einkum í Ljósavatnsskarði, er það holótt
2*