Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 12
10
Björn Gunnlaugsson.
eyar, í einu lagi), og suður úr sundinu milli þessa þrí-
hyrnings ogíslands er annar þríhyrningur, sem er skírður
Farensis (= Færeyjar). Grænland er látið vera áfast
við Finnmörk og ganga í bug þaðan langar leiðir fyrir
norðan ísland og suður með því að vestan og örmjótt
sund þar á milli. Við það sund, beint andspænis Heklu,
stendur annar hraukurinn frá og heitir Hvitsargh pro-
mont: (= Hvítserkshöfði!). jpennan fróðleik sinn allan
hafði Ziegler haft frá tveimur erkibiskupum í Niðarósi,
Eiríki Valkendorf og Ólafi Engilbrektssyni.
Fám árum síðar, 1539, kom sænskur biskup, Olaus
Magni, með nýjan uppdrátt af norðurlöndum, í bók sem
heitir De gentium septentrionalium variis conditionibus.
þarerísland sott á 72.—77.° n. br., en Grænland hólmi
þaðan í norður eða landnorður langar leiðir, á 85.°, og
nærri því áfast við Finnmörk. ísland er látið vera í
lagi hkast skötu. Halinn heitir þó Lagnes i. e. longum
promontorium (þ. e. Langane3) og snýr í norður, og
hausinn Hekelfordpromontorium. Önnur örnefni eru
Holen sunnan á landinu og Skalholten norðan! Fyrir
norðan landið er illhveli, á stærð við landið hálft, og
glennir kjaptinn yfir um hafskip fyrir fullum seglum.
Á uppdráttum fiá 17. öld er farið að verða dálítið
vit í laginu á landinu, þ. e. á umgjörð þess eða útjöðr-
inn. En upplendið er ekki annað en eintómir gígir,
sumir rjúkandi í háa lopt.
Árið 1721 gerði Friðrik konungur fjórði út mælinga-
meistara til að mæla landið og gera almennilegan upp-
drátt af því, Magnús nokkurn Arason, íslending, sem
var ingenieur-kapteinn í Norvegi. pað átti að vera «aeu-
rate Söe- og Land-Carte», «hans liátign kónginum til
ánægju, verzlunarmönnum til nytsemdar og til landsins
eigin velferðar» og átti Magnús «að fara svo langt upp
í laodið og klettana» sem hann kæmist. Fyrir áhöld og
til annars kostnaðar skyldi hann fá 142 rd. alls (ogvonum