Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 101
á Islandi.
99
barður og veldur deilutn og flokkadráttum, kalla gætnu
gömlu mennirnir það <eyðilegging, tortíming allrar
góðrar skipunar, góðs fjelagsskapar, og rólegs viðgangs*,
og þar fram eptir götunum, en það sjá þeir eigi góðu
menn, eða hirða eigi að sjá, að deilur og stríð koma
aldrei upp eða sjaldan, nema því að eins, að ekki sje
allt með felldu, því að eins, að eitt hvað sje «rotið» í
landinu eða fjelagslífinu, og að tilgangur þeirra sje sá,
að skera brott eða brenna það sem rotið er, og græða
heilt í staðinn, og að græðslan kemur fyrr eða seinna.
J>etta sannar mannkynssagan allt saman deginum
Ijósar. En einmitt af því, að breytingar tímanna heimta
jafnaðarlega stríð, og því stríði fylgir ævinlega friður,
sem eittbvað vinnst við, — ef ekki annað þá lífsreynsla
— þá er það eigi að eins heimskulegt, heldur og ófyrir-
gefanlegt, að menn sjo að standa í móti broddunum,
spyrna af öllu afli í fótafjöl ellinnar og erginnar, íhalds
og apturhalds, gera sig að stíflu í straum tímanna, til
þess að bægja brottu hverri nýrri öldu sem fæðist,
hverjum boða sem myndast, af því að þeirra sjónum
dylst það, hvaðan sú alda sje runnin eða hvert hún
muni streyma og hvað hún beri með sjer. Ef menn
sjá þetta eigi, og það getur opt verið næsta torvelt, *jíá
eiga menn að minnsta kosti að hugsa sem svo: «þótt
jeg reyndar sjái eigi til hvers þetta og þetta sje, þá skal
jeg þó ekki setja mig í móti því, heldur skipta mjor
ekkert af því». Svona ættu þeir menn að hugsa, svo
fremi sem þeir vilja ekki kasta sjer inn í strauminn
og verða duglegir liðsmenn vaxtar og viðgangs síns
mannfjolags. En vöxtur og viðgangur hvers mann-
fjelags er ekki undir neinu öðru kominn, enn menntun
andlegri og líkamlegri eða verklegri, og góðum vilja;
hin andlega er móðir hinnar verklegu; fyrst er að vita og
kunna, og svo er að beita kunnustu sinni til verka og vinnu.
Hver þjóð, hvort sem hún er smá eða stór, á því að
7*