Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 84
82
Ferð um
beina leið, en sendi Ögmúnd með hestana landveg og
var svo ferðinni lokið.
Vér skulum nú að endingu stuttlega skoða lands-
hluta þann, sem vér höfum yfir farið, bæði hvað aðal-
lögun snertir og jarðmyndun.
Frá Bárðardal og austur að Jökuldal gengur
hálendið svo að segja í einni spildu frá jöklum niður í
sjó, en Jökuldalur og Fljótsdalur skilja allt hið eigin-
lega Austfjarðahálendi frá aðalhálendinu, en það klýfst
aptur sundur í ótal arma og greinar.
Hálendiskaflinn fyrir austan Bárðardal er allur hægt
og hægt aflíðandi niður að sjó, og svo að segja ein
geysimikil háslétta með einstökum fjöllum og fjalla-
dyngjum upp úr, dalir ganga mjög fáir inn í þenna
hluta hálendisins, að eins Reykjadalur og Laxárdalur
vestast, og svo ýmsir smádalir norðaustan til, t. d. við
Vopnafjörð; þó eru ýmsir dalir uppi á sjálfu hálendinu
milli fjaligarða þeirra, sem uppi á því standa. Uppi
við Vatnajökul er hæð fjalllendisins um 3000 fet og
þar yfir, og svo smáhallar norður að hafi; reiknast mér
hallinn frá Vatnajökli niður á Tjörnes að meðaltali
0° 23' 52". Vatnajökull mundi ná miklu lengra
norður á hálendið, ef hann væri ei svo hár að sunnan,
því að við það þéttast þar strax gufur þær, sem stíga upp
úr heitu hafinu fyrir sunnan, frjósa, falla niður og
mynda snjó og jökul; hafvindarnir eru þá búnir að
missa hið mesta af raka sínum, er þeir koma
norður af jöklinum, og þar verður því lítið efni í snjó
og engin orsök til jökulmyndana. Á tindunum og
fjallabungunum fyrir norðan Vatnajökul á hálendinu, er
því miklu minna um snjó og jökla, en við mætfi búast
eptir hæðinni. Skjálfandaíijót og Jökulsá á Brú skera
þetta norðaustur-hálendi frá hinum hlutum landsins, og
hafa skorið sér djúpa dali og farvegi niður í sjó.
Jökulsá á Fjöllum rennur ofan á hálendinu sjálfu, en
hefir ei myndað sér neinn dal, er hún ef til vill tölu-