Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 100
98
Ura hinn lærða ekóla
liafa þeir ekki vit á að taka því og færa sjer það í
nyt, af því að þeir liafa hætt við hálfgert verk, þeir
muna ekki að "svo lengi lærir sem lifir«; þetta veldur
því, að þeir sporna við nýjungum, og þeir, sem þeim
vilja koma inn verða að hætta, eða eiga við þverúð og
óblíð kjör að búa allt sitt líf; aðrir standa í mót
bótum og lagfæringum, sem gera vinnu manna Ijettari
af því að þeir ímynda sjer, að þær myndu í svipinn
svipta þá gróða sínum. Tímarnir breytast; vjer vitum
það og sjáum það dags daglega. Hversu opt heyrum
vjer eigi talað um smærri og stærri uppgötvanir í
menntum og verknaði?; það er hugvit mannsins, sem
þessu veldur eina kynslóð eptir aðra; hugvitinu er svo
háttað, að það lætur sjer aldrei nægja með það sem til
er, en notar það sem áður er til og hefir það til þess að
finna nýtt og betra; það er hugvit, þekking og kunnátta,
sem allt vinnur í andlegum og líkamlegum efnum. Eins og
barnið dafnar og vex, og tekur líkamlegum framförum
með hverjum degi til víss aldurs, eins er og farið
tíðinni, en með þeim mun, að tíðin er eilíf og óþrotleg;
hún tekur eilífum framförum, sem saga liðinna tíma
sýnir, og mun gera það; ein tíðdeild er skör eða feti
framar en önnur, en hver um sig er sæl og sjer nóg
að vísu leyti; þess er því eigi að dyljast, að framfarir
sje, og það góðar, í oss og umhverfis oss, af því að
sála mannsins er síþyrst í frekari rannsóknir, frekari
bætur á fyrri tíðar brestum.
Mönnum ætti að vera fyrir löngu búið að lærast
sá sannleikur, að tímunum fer fram, að þeir breytasf,
og það að jafnaði til batnaðar að öllu saman lögðu;
en tímarnir breytast misjafnt; stundum ganga heilar
aldir til þess, stundum verða stórkostlegustu byltingar á
tíu árum og jafnvel á einu ári; allar breytingar þurfa
aðdraganda og undirbúning; hann getur aptur verið
lengri eða skemmri, harðari eða linari; ef liann er