Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 133
á íslandi.
131
sveinum, þart þess sannlega eigi síöur af kennurunum,
sem eiga að vera fyrirmyndir þeirra og sem piltar eiga
að virða og elska; kennara sem lifa hneykslanlega til orðs
og verka á vægðarlaust að reka frá skólanum og það sem
fyrst, og enginn ætti að skirrast við, að sanna upp á
þá lífernisháttu þeirra. Sambandið, samlífið milli kenn-
ara og pilta getur því að eins gert kennsluua notasæla
og happadrjúga, að kennarar elski piltana og piltarnir
elski þá og virði án þrældómsaga eða ótta, en slíkt getur
ekki átt sjer stað, nema kennararnir lifi nokkurn veginn
lastvöru lífi. Annars fer allt út um þúfur, sambúðin,
kennslan og siðlætið. J>etta veit jeg allir vita og skilja,
og væri betur, að menn ljeti á sjá í verkinu, að þeir
vissi það og skildi.
Sjálfsagt er gott að hafa reglur fyrir skólapilta, svo
að þeir geti sjeð svart á hvítu, hvað þeir mega gera og
hvað þeir eiga að varast, en þessar reglur eiga að vera
frjálslegar og sem sæmir fijálsum mönnum, sem vekja
einurð og samvizkusemi, en ala ekki þrjózku og ein-
ræði. Eiga þær meðal annars að leggja stranga refsing
við stórbrotum, og þeir sem þessum reglum eiga að beita,
eiga að fylgja þeim stranglega, ef um stórbrot er að
tefla, og vera mildir og harðir eptir atvikum og
tilgerðum.
J>að hefir verið látið illa af aga og stjórn skólans
hin síðustu misseri, og »aldrei hefir það verið eins og
nú» géllur við úr hverju horni. Jeg vil nú ekki íara hjer
út í það, að lýsa, hvernig á statt er og hefir verið í
skólanum, það liefir verið gert áður að nokkuru leyti, og
verður líklcga gert annarstaðar; heldur ekki skal jeg
fara út í að rekja allar orsakir til þess, að svona er, en
jeg vil að eins drepa á eina, sem jeg veit að margir eru
mjer samdóma um að sje rjett; og hún er sú, að um-
sjónarmannsstörfunum, sem áður vóru, var slengt saman
við kennara embættið á alþingi 1879; þá kom tillaga
9*