Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 46
44
Ferð um
fjalli vóru Ytrigarður og Fremrigarður og enn innar
Höll, milli Eiríksstaða og Brúar, Orrustustaðir, sem
fjallið fyrir ofan tekur nafn afogBrúargerði. ÁMödrudals-
öræfum hefir á sinni árum ýmislegt blásið upp, er vitnar
um gamla byggð, en flestir bæir hafa þó verið til forna
í Hrafnkelsdal, sem sjá má af Hrafnkelssögu.*)
Brúar- og Möðrudalsöræfi, öll upp undir Vatnajökul,
eru enn lítt kunn og uppdráttur íslands er þar, eptir
því sem eg hefi séð og haft fyrirspurnir um, alls eigi
nákvæmur, en ekki er heldur að búast við öðru, því
að Björn Gunnlaugsson hafði hvorki tíma né fé til að
rannsaka þetta betur, en fór eptir sögusögn annara;
hann gerði sér mest far um að mæla byggðir, eins
. og líka lá næst. Uppdráttur hans verður altaf þrekvirki
I honum og landinu til sóma, þótt hann þuríi nokkurra
I endurbóta við. Hér þyrfti því bráðlega rannsókna og mæl-
inga; í sumar gat eg alls eigi fengizt við það sökum
verkfæraleysis og illviðra, og auk þess varð eg að fiýta
mér austur að silfurbergsnámunni. ltanar eða tungur
þær, sem sýndar eru á uppdrættinum milli jökulkvísl-
anna uppi við Vatnajökul eru allt of stórar; Jporláks-
mýrar eru milli Sauðár og Kringilsár, en ei þar sem þær
eru settar; jökulkvíslin, sem fellur austast í Jökulsá á
Brú frá Snæfelli, á eiginlega að skiptast í tvennt og milli
þessara kvísla eru Maríutungur. í tungum þessum eða
fitjum eru víða beztu hagar, og þangað eru stundum
rekin lömbfráBrú. í Kringiisá er fagur foss; áin fellur
í einni bunu fram af standbergi; á henni er dráttur
(kláfur), er leitamenn nota. Grágæsavatn kvað eiginlega
vera lón rir Kreppu; Sandadalur er að eins stórt gil.
Fagradalsfjall, (sem sumir kalla Trölladyngju), milli Jök-
*) Sigurður prófastur Gunnarsson nefnir ýmsa af bæjum þessum
i Safni til sögu íslands II. bls 454 — 57; sbr. Kr. Kálund:
Bidrag til en hist..topogr. Beskrivelse af Island II. bls.
218-22.