Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 48
46
Ferð um
en hvergi sá eg þó ísrákir jafnglöggar og fagrar
eins og utan í hálsinum austan við brúna; ganga ísrákir
þessar allar til norðurs og lítið eitt til austurs. Á
Fljótsheiðarendanum fengum við mesta þokumyrkur, svo
að ekkert sást, vegir eru þar torsóttir eins og víðast í
Norðurmúlasýslu, enda munu þeir lítt hafa verið bættir
á seinni tímum.
y Fljótsdalshérað er breiður dalur, er skilur aðalhá-
lendi Norðausturlauds frá fjarða-hálendinu austfirzka;
fyrir vestan Hérað og Jökuldal eru hásléttur og heiðar,
en fyrir austan og sunnau er Ijarða-háiendið, klofið
sundur af ótal dölum og fjörðum. Fljótsdalsheiði er
rúm 2000 fet á hæð um miðjuna upp af Fellum, en
fjallahryggirnir fyrir austan og sunnan Héiaðið eru víða
töluvert hærri. Héraðið myndast hið efra af tveim
dölum og fellur Jökulsá um hinn vestari, en Kelduá um
hinn eystri; þar sem þær mætast, myndast Lagarfijót, og
er það þó miklu fremur djúpt stöðuvatn; í því er lítill
straumur og á því er nokkur jökullitur; jökuldustið er svo
smágert, að það sígur ei til botns. Lögurinn sjálfur er
V4 úr mílu á breidd við Ás, liann er 83 fet yfir sjávar-
flöt og 350 fet á dýpt, svo að botninn liggur þá 267 fetum
neðai' en sjávarflötur; vatnið hefir áður verið töluvert
léngra, en efsti bluti þess heíir smátt og smátt fyllzt
af árburði, og eru þar nú sléttar mýrar og engjar fyrir
Lagarbotninum. þ>að er ætlun margra jarðfræðinga, að
slík djúpfjallavötnséu svo til orðin, að lægðinhafi smátt og
smátt holazt í bergið afskriðjöklumáísöldinni, en er jökull-
inn fór að dragast aptur, varð grjóthryggur sá, er jökull-
inn ók á undan sér, eptir fremst í dalnum, síðan bráðn-
aði jökuilinn, svo að lautin fylltist af vatni. Flestir
firðir hér á landi eru svo, að þeir eru dýpstir innst,
en grynnka er utar dregur, og er það af sömu rótum runnið.
Iíf landið hækkaði urn nokkur hundruð fet, mundu þeir
flestir verða að stöðuvötnum. pví fer fjarri, að héraðið