Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 89
austurland.
87
smátt leyst í sundurá yfirborðinu; mölin er þá mynduð
úr hnullungum og steinmolum, sem í móberginu bafa
setið, þannig að tengiefnið hefir skolazt á braut, en
roksandurinn er myndaður af smágervu móbergi, sem
áður var tengiefni milli stærri steinanna, og hefir það
við hita og þurrk smámolnað sundur. í roksandinum
eru sömu efnin og í móberginu, smákrystallar og korn
og agnir af palagóníti innan um. Á öllu þessu móbergs-
sviði er mjög óvíða basalt, og þá að eins á litlum
blettum. Líparít hefir hér hvergi, það eg veit, brotizt
gegn um móbergið, nema í Hlíðarfjalli og Hrafntinnu-
hrygg við Mývatn.
Jökuldalur og Fljótsdalshérað skera frá aðalbálendi
íslands allmikla hálendis-sneið, og er hún aptur sundur-
skorin af ótal fjörðum og dölum og heitir einu nafni
Austfirðir. Rönd íslands er þar eins og skilin frá aðal-
landinu, mjög há, 2500'-3000 fet á hæð að meðaltali,
og öll eins og sagtennt af fjörðum. Af því að sneið þessi
er svo mjó, eru ár mjög stuttar og falla niður af aðal-
hryggnum annaðhvort austur í sjó eða vestur í Lagar-
fijót. Aðalhryggur þessa Austfjarðahálendis liggur í
gleiðum boga frá Brimnesi við Njarðvík allt suður undir
Vatnajökul og liggur því hór um bil jafnhliða Lagar-
fljóti; hryggurinn er milli 3 og 4,000 fet á hæð (Dyr-
fjöll 3606 fet, Beinageitarfjall 3517, Gagnheiði 3009);
jökulfannir eru þar á einstaka stað, t. d. Fönn fyrir
ofan Norðfjörð, og svo má teija, að Hofsjökull og frándar-
jökull séu fannir utan í syðstu brún þessarar
hálendiskvíslar, þar sem hún sameinast aðalhálendinu
suður við Vatnajökul. Frá hrygg þessurn ganga kvíslir
út á milli allra fjarða; eru þær margar rnjög háar eins
og t. d. sunnan við Berufjörð, við Mjóafjörð o. s. frv.
Víða eru kvíslir þessar skornar sundur af ótal skörðunr
og lægðum, og hvassir tindar á milfi, sumstaðar þó
sléttar brúnir; bezt dæmi upp á hvassar tindaraðir eru