Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 70
68
Ferð ura
árennilegt; þær gengu upp Víðidal og upp á öræfi, villt-
ust, urðu að grafa sig í snjó, og komust loks eptir 3
dægur við illan leik, aðfram komnar, að Hvanna-
völlum í Geithellnadal. Síðan hefir engin byggð verið í
dalnum.
Kollumúli er vestan við Víðidalsá; það er ein-
kennilegur fjallaraui; á enda hans að framan er há
bunga, þar sem Víðidalsá fellur niður í Jökulsá; austan
í honum (þeim megin sem að Víðidal snýr) eru víðast
háir hamrar og hengiflug. Jarðmyndun Kollumúlans er
mjög einkennileg, sumstaðar svört hraunkennd lög,
sumstaðar grágrænt berg; upp um það ganga í allar
stefnur óteljandi hraunkenndir basaltgangar eins og
svart net á ljósum bletti, sumstaðar í svörtu lögunum
eru aptur fjölda margir gráir eða rauðir <-líparít» gangar,
er hallast til suðurs. Kollumúli er lægri um miðjan
dalinn, og þar er uppi á honum dálítið vatn, en svo
hækkar aptur er norðar dregur, og verður há heiði,
þegar dregur upp á öræfin fyrir norðan Víðidal (Kollu-
múlaheiði). I Kollumúla kvað vera allmikill skógur
framan til. Vestan við Kollumúla fellur Jökulsá í Lóni
ofan úr óbyggðum, milli hans og Vatnajökuls. Vestan
við ána eru háir múlar og tindar út úr Vatnajökli, og
ganga sumstaðar á milli þeirra skriðjöklar niður undir á.
Rennur Jökulsá fyrst niður Vesturdal; svo er vestan við
hana utan í jöklinum mikið fjall, or heitir Suðurfjall,
og rennur hún þar í gljúfrum milli þess og Kollumúla;
svo er að vestan fyrst skriðjökull, þá Axarfell, síðan
enn jökultangi, þá Staðarlambatungur og skriðjökull
fyrir utan þær, en ofar uppi í jöklinum mikið og hátt
fjall, Sauðhamarstindur, þá taka við Kambar (Illukamb-
ar) og síðan Kjarrdalsheiði. Austan við ána eru á móti
Lambatungum Tröllakrókar innri, þá skriður, síðan
Tröllakrókar ytri og síðan Leiðartungur. J>egar Norðlingar
sóttu sjó suður í Lóni, fóru þeir, eins og fyrr er sagt,