Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 27
austurland.
25
*jög sjaldgæf stórvaxin kálurt með gulum blómum
(erysimum hieracifolium). Alstaðar eru fuglar á
vatninu; hvergi eru eins margar andategundir á
Norðurlöndum á einum bletti eins og hér. Hér og hvar
kemur volgt vatn fram undan hraununum, svo að víkurnar
verða hálfvolgar; þar er þá mikill vatnsjurtagróður,
og undir og í slýinu er fullt af þunnskeljuðum vatnakuð-
ungum, mýlyrfum og öðrum smákvikindum.x)
Silungsveiði er mikil í Mývatni, og lifa silungarnir
á mjdyrfum, kuðungum og öðrum smádýrum. Silungur-
mn er veiddur í lagnet, sem eru sett út af höfðum og
fyrir víkur; stundum er dregið fyrir; netin eru þá
20—30 faðma löng og 60 faðma færi í endunum. Á
vetrum er veitt á dorg upp um ís og er beitt fiskmaðki,
stundum eru höggvin göt á ísinn og net dregin undir
milli vakanna. Veiðin byrjar stundum á einmánuði, og
svo er sumarveiðin eptir veðri. Á sumum bæjum er
farið að veiða svokallaðan »riðsilung« í miðjum októ-
ker, er hann kemur á grunn tíl þess að hryggna; þessi
veiði helzt opt þangað til í febrúar, til stórskaða fyrir
tínigunina. Hryggnan er við Mývatn kölluð »gála«. Jpegar
öriklir hitar ganga á sumrum, sækir silungurinn upp í
kraungjótur og víkur, og er þá frá einstöku bæjum
veitt fjarska mikið af honum þykjast menn hafa tekið
ePtir því, að eptir að mikill »hitasilungur« hefir veiðzt,
N tekur fyrir veiðína nokkur ár á eptir; hitasilungur
’) Tegundir af vatnakuðnngum, er eg fann í Mývatni, vóru:
Limnœa vulgaris, L. ovata (mjög algeng) og Planorbis sp.
I Svartárvatni þar lyrir sunnan og rétt við Ódáðahraun
fann eg 1876 Limnæa peregra og L. truncatula, og smá-
skeljarnar Pisidium pulchellum og P. pusillum. Inuan um
sb!ið í Mývatni vaxa ýmsar œðri jurtir t. d. Myriophyllum
alternifolium, Potamogeiton perfoliatus, P. niarinus og
Batrachium Drouetii; í smátjörnunum í kring vex víða
brúsahöfuð (Sparganium angustifolinm).