Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 137
á íslandi.
135
klíðir og stjórnar- og aga-leysi, enn fremur ætti sami um-
sjónarmaður að hafa eptirlit ásamt skólastjóra með
lífernisháttnm kennaranna, því að það er engu minna í
varið en hitt, eins og jeg hefi áður á drepið. þ>að er
t. a. m. alveg eins saknæmt og jafnvel miklu verra, að
kennari komi svo í tíma um morgna, að hann verði að
hiðja um «frí» af orsökum, sem öllum eru skiljanlegar,
eins og að piltur iiggi í skrópum eða dragi sig á ein-
hvern óleyfilegan hátt undan kennslustundunum. Og
óbeppilegt verður að kalla það, að piltar fari sjálfir að
klaga kennara sína fyrir skólastjóra, þar af má svo
margt illt leiða, að eigi má sjá fyrir endann á öllu því.
Fyrir því vœri ráðlegt, að umsjönarmaðnr hefði
jajnstrangt eptirlit með stórsyndum kennara sem pilta.
Jeg ætla mjer svo eigi að fjölyrða um þetta meir
að sinni, og bið menn enn að athuga vel þessar hugleið-
ingar minar, hugsa um hvað bezt megi fara, og um fram
allt að láta eigi glepjast af fornaldarliyllingum, eða
glæsilegri en fánýtri fjölvísi, sem sumir eru að tildra
fram, og reyna að setja stoðir undir; enn fremur
vera eigi hræddir við breytingarnar, af þeirri orsök að
þær sje nýjungar; jeg játa fullkomlega, að «opt er það
gott sem gamlir kveða», en ævinlega þarf það ekki að
vera, enda segir spakmælið það ekki. Ef menn rita um
þetta mikilvæga mál út af þessari grein minni, hið
jeg menn að líta helzt á málið sjálft og tala um það
eingöngu, því að það er það, sem allt er undir komið,
en síður hverjir það sje, sem bera það fram. Að
jeg hefi ritað grein þessa í Andvara kemur til af því,
að jeg get ekki álitið annað en að öll skólamál íslands,
ekki sízt þau, sem snerta landsstofnanirnar, heyri fyrst
og fremst undir dóm og atgjörðir allra «þjóðvina».
Ritað í Kaupmannahöfn í febrúarmán. 1883.
Finnur Jónsson.