Andvari - 01.01.1913, Page 20
XIV
Björn Jónsson
vakti mjög athygli mína, vegna þess hve ólíkir menn-
irnir vitanlega voru: annar strangur alvörumaður og
svo grandvar í dagfari sínu, að vel hefði getað verið
fyrirmynd hverjum presti; hinn fullur af breysldeik
og nokkuð margháttuðu kæruleysi, jafnliliða ástúð lil-
finningamannsins og yndisleik listamanns-sálarinnar..
G. P. bar sama hug til B. J. til æfiloka.
1883—1894.
B. J. hvarf aftur frá Iaganámi og kom heim
Aftur heim Reykjavíkur sumarið 1883, tók við rit-
til Reykja sp^rn jj]ags sjns j ]0]c júnímánaðar. í
Reykjavík átti liann heima þau 29 ár,.
sem þá voru eftir af æfi hans.
Naumast þarf að taka það fram, að eg get á
fæst minst af þeim málum, sem hann ritaði sjálfur
um, eða lét aðra rita um, eða leyfði öðrum að rita
um í ísafold á þessum árum, sem tilfærð eru fyrir
ofan þennan kalla, eða á öðrum tímabilum í rit-
stjórn hans. í ísafold var að sjálfsögðu ritað um
flest það, almenns eðlis, er gerðist með þjóðinni, og
venjulega var einhver afstaða til þess tekin.
B. J. sldpaði sér þegar í andstöðu við stjórnina.
Eitt hans fyrsta ritstjórnarverk var að víla
HlmáMð^U Þá meðferð á fé, sem þingið liafði veitt
»til vísindalegra og verklegra fyrirtækja«,
að verja-nokkuru af því til þess að gefa út luigvekju-
safn til húslestra. Þetta var fóðrað með því, að
prestsekknasjóðurinn ætti að njóta arðsins, og að
bókina ætti að selja sem ódýrasla. Þessi aðíinsla
hafði nokkur eflirköst fyrir B. J. Landshöfðingi var
Bergur Thorberg. Og útgefandi hugvekjanna var