Andvari - 01.01.1913, Page 28
XXII
Björn Jónsson
ing þingsins. Stjórnin sinti ekkert þessari miðlunar-
tilraun, og landsmenn þýddust liana ekki heldur,
enda var lienni ekki lialdið að þeim af neinu kappi,
eins og eðlilegt var, þar sem hún virtist ekkert sig-
urvænlegri í Danmörk en þær kröfur, sem Benedikt
Sveinsson hélt fram.
Mjög eru þær umræður eftirtektarverðar, sem
þessi árin fóru fram um stjórnarbótarmálið á undan
og eftir 1889. Menn virtust þá vera langbezt sam-
mála um landstjórafyrirkomulagið. Arnljótur Olafs-
son og Hannes Hafstein eru því mótfallnir, en hafa
svo sem enga með sér. Hvað sem menn annars
greinir á um í stjórnarmálinu, þá telja menn óhjá-
kvæmilegt að hafa landstjóra. Nú eru menn lang-
bezt sammála um það að afneita landstjóra. Með
landstjóraliugmyndinni virðist nú enginn málsmetandi
íslendingur vera, nema dr. Valtýr Guðmundsson.
Þetta er ekki nema eitt dæmi þess, af mörgum, hve
stórkosllegum breytingum stjórnmálaskoðanir þjóðar-
innar hafa tekið á síðari árum. Samt hafa sumir
einkum fundið B. J. það lil foráltu, að skoðanir
lians skyldu ekki alt af standa i stað, hafa varið
miklum tíma og miklu blaðarúmi til þess að sanna
það, honum til ámælis. Vitanlega stóð hann ekki
alt af í stað. Og þjóðin hefir ekki heldur gert það.
Til þess að standa langa æfi óbifanlegir í sömu
skorðum með allar skoðanir sínar, verða menn ann-
aðhvort að vera alvitrir, eða vitgrannir þverhöfðar.
Og ekki væri mikill vandi að sanna það um flesta
merkustu stjórnmálamenn veraldarinnar, að þeir hafa
orðið fyrirn ákvæmlega sams konar áinælum andstæð-
inga sinna um skoðanabreytingar eins og þeim, seni
B. J. varð fyrir.