Andvari - 01.01.1913, Page 38
XXXII
Björn Jónsson
Hjálpræðisherinn studdi B. J. fast á þess-
Hjálpræðis- um ^rum Herinn kom hingað 1895.
Hann átti framan af alt annan veg aðstöðu
hér en nú. Nýlega hefir hann sent út meðmæli með
sér frá mörgum helztu mönnum þessa bæjar, og
Reykvíkingar bera hann á höndum sér. Framan af
munu flestir eða allir lielztu menn þessa bæjar hafa
liaft meiri og minni óbeit á honum, nema B. .1.
Næstur honum mun Þórhallur biskup, sem þá var
forstöðumaður prestaskólans, hafa verið fyrstur heldri
manna til þess að mæla með honum, og það ein-
staklega eftirminnilega. Það vakti mikið hneyksli í
bænum. Lengi hafði herinn ekki frið á samkomum
sínum fyrir óspektum. En B. J. stóð á verði í blaði
sínu. Líknarstarfsemi hersins kom við hjartað í
honum. Og' frjálslyndi hans i trúarefnum og lolning
hans fyrir siðferðilegu lifi var miklu meiri en svo,
að hann gæti unað þeirri skömm, sem honum fanst
það vera, að amast væri við mönnum, sem af alvöru
voru að reyna að lifa eftir trú sinni, — hvað sem
kenningum þeirra og kenningar-aðferð leið.
Dönsku orðabókina fékst hann við 1896.
Dcinskci •
..... Eg hefi aldrei vitað nokkurn mann vinna
orðabokin. °
af jafn-miklu kappi eins og liann vann
þá. Hann varaði sig ekki á því, að bókin þyrfli
neinnar lagfæringar, fyr en liann var að aflienda
fyrstu arkir handritsins í prentsmiðjuna. Og hann
tók sér fyrir hendur að hafa undan prenturunum!
Fegar eg hugsa um þau ógrynni, sem hann lagði til
bókarinnar, og að hann gerði það á fáeinum vikum,
þá er eg þess fullviss, að annað eins afreksverk hefi
eg aldrei séð unnið. Og þegar eg íhuga það, hvað
bókin varð góð hjá honum á þessum stulta tíma,