Andvari - 01.01.1913, Page 134
72
Samband Danmerkur og Íslands
virðist því eigi mjög heppilegt, að Danir geri verzl-
unarsamninga fyrir hönd Islands við önnur ríki, þar
sem Islendingar einir setja sér verzlunarlög. Sendi-
herrar Dana hafa því miður eigi ávalt komið miklu
til leiðar Danmörku í hag, þegar á hefir þurft að
halda. Ef til vill stendur það í einhverju sambandi
við þá venju Dana, að sendiherrar þeirra eigi allir
að vera aðalsmenn. En íslendingar eiga enga aðals-
menn, svo eigi er hætta á því, að íslenzkur maðtir
gæti nokkru sinni orðið sendiherra. Aðalatriðið í
þessu máli er það, að hagsmunir Dana og íslendinga
geta oft rekist á í utanríkismálum. Og þegar svo
ber við, þá lætur danskur sendilierra hagsmuni íslands
ávalt víkja fyrir hagsmunum Danmerkur. Þetta er
svo eðlilegt sem framast má verða, því hagsmuni
Dana hlýtur hann að meta mesl af öllu. Og tveim-
ur herrum getur hann eigi þjónað. Þá snertir það
og utanríkismálin, að Dönum hefir stundum komið
til hugar að selja öðrum þjóðum rétt sinn til Islands.
Meðal annars hafði Carl Ploug þetta i liótunum við
lón Sigurðsson (Bréf J. S. bls. 389 og 402). Sama
kemur fram að því, er konsúla snertir. Danskirkon-
súlar láta hagsmuni íslendinga víkja fyrir hagsmnn-
um Dana í öllum verzlunarmálum. Og þelta getur
komið mjög oft fyrir. Hér skal að eins bent á eilt
dæmi: Danskir konsúlar styðja auðvilað að þvi, að
islenzk verzlun við önnur lönd gangi sem mest gegn-
um Kaupmannahöfn, því að það er Danmörku hagur,
en þetta er íslandi skaði. Á hinn bóginn er það ís-
landi hagur, að verzlun þess gangi beinuslu leið til
annara landa. Sama á sér slað, að þvi er sneríir
samgöngur milli íslands og umheimsins.
2. Hermál. Þá telja menn það íslandi hag að