Andvari - 01.01.1913, Page 188
Fánamálið
126
höfninni 12. júní þ. á. ekki að eins í samræmi við
dönsk, heldur einnig í samræmi við íslenzk lög.
Eftir lögskýringu Dana tekur orðið »kaupskip«
ytir öll skip og allar íleytur, nema herskip. Ef
maður byggi út öskutrog eða sagaði sundur tunnu
og léti morra með sig eða annað á höfninni hér,
þá væri þetla »fyrirbrigði« alt i einu orðið að
»kaupskipi«! Kuggar fiskimanna, sem þeir fara
út á til þess að vitja unr hrognkelsanetin sín,
eru auðvitað því fremur »kaupskip«. Ef heitt er
sömu hugsunarreglu, sem Danir gera, að sögn, i
þessu máli, þá má koma ílestum hlutum undir
eitt og sama hugtakið. Þetta sýnist og svo auðsætt,
að eigi þarf að útlista það nánar.
Hér á landi hefir orðið »kaupskip« auðvitað
aldrei verið haft um allar hugsanlegar fleytur.
Menn hafa jafnan frá þvi í fornöld greint milli
kaupskipa (hafskipa) og smábáta. Vanalegar róðra-
lleytur hafa menn aldrei nefnl kaupskip á íslandi.
Og eg efast um, að nokkur tunga á þessum
hnetti hafi ruglað þessum tvennum far-tegundum
saman, eða gerl eitt úr þeim báðum. IJótt hug-
takið »skip« taki yfir hvorttveggja, þá er jafn
hugsunarrétt að segja, að öll skip séu kaupskip,
sem ef einhver fyndi þá speki upp, að selur og
maður væri eitt og sama, af því að báðar þessar
verur anda með lungum!
Það hefði verið skemtilegt, ef fengisl hefði úr-
lausn dómstólanna um þetta atriði. IJá úrlausn
hefði mátt fá á tvennan hátt: Stjórnarvöldin hefðu
getað fyrirskipað rannsókn og síðan málshöfðun til