Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 9
[vaka]
IBSEN OG ÍSLENDINGAR.
135
Þetta dregur auövitað ekkert úr gildi og krafti leiks-
ins fyrir þeim, sem ekkert þekkja sögurnar, en fyrir
oss íslendinga spillir það nautninni að vera þannig
allt af að öðru hvoru minntir á ákveðnar persónur og
tilsvör úr öðrum sögum og samböndum og að sjá, að
það eru lánaðar fjaðrir. Auk þess verður því varla
neitað með sanni, að tyllt er á fremstu nöf um inn-
ræti sumra persónanna. Hjördís er fremur norn en
mennsk kona og Örnólfur, sem hefir misst sjö syni sína
á einum degi og tekur þann siðasta rólegur á öxl sér
og gengur burt, er ömurlega mikil hetja. —
Næsta leikrit Ibsens af norrænum toga og jafnframt
hið síðasta í þeirri grein, voru „Konungsefnin". Það
er talið víst, að Ibsen hafi fengið frumhugsunina í því
riti rétt eftir að hann lauk „Víkingunum" 1858. En
„Konungsefnin“ koinu þó ekki fyr en 1864, því að
„Kærlighedens koinedie" koin inn á inilli. Viðtökurnar,
sem það rit fékk, urðu Ibsen sár vonbrigði. Allir voru
á móti honum. Og liann segir sjálfur: „Þetta, að allir
voru á móti mér, — þetta, að eg átti ekki framar að
einn einasta vandalausan mann, er eg gæti sagt, að
tryði á mig, hlaut, eins og þú skilur, að vekja það
skap, er framrás fékk í „Konungsefnunum".
Vér sjáum hér sem áður, að Ibsen sækir í sögurnar
það, sem hann þarf „til manngervinga þeim geðshrær-
ingum, hugmyndum og hugsunum", sem hann var
gagntekinn af. Hann fann i viðureign Skúla jarls og
Hákonar konungs Hálconarsonar sömu öflin og börð-
usl um völdin í sál hans sjálfs.
í Hákoni fann hann jafnvægið, hið örugga traust
á þvi,. að hann væri rétt borinn til konungdóms og að
honum væri ætlað að leysa af hendi konunglegt hlut-
verk. Kernur þetta undir eins vel fram í sögunni um
það, er Helgi hvassi segir konungssyni, að föðurarfur
hans hafi verið dæmdur af honuin á Eyrarþingi.
„Sveinninn svarar: Ver mér eigi reiður, Helgi minn,