Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 24
150
THOR THORS:
[vaka]
Sjá ekki ullir ranglætið í því, að 615 menn i Austur-
Skaftafellssýslu hafa sama rétt til að marka stjórn-
málastefnu þingsins og 2430 menn í Reykjavík?
Til þess að gera sér grein fyrir núverandi kjördæma-
skipun, er nauðsynlegt að rekja sögu hennar, og þá
um leið þingsins, noltkuð aftur í tímann. Óþarfi er að
geía skipunar Alþingis hins forna, eins og hún var
samkv. Úlfljóts-lögum, eða eftir breytinguna, sem varð
ineð þingfararbálki Járnsíðu 1271, Það er öllum kunn-
ugt, enda skiftir það litlu máli í þessu sambandi. Ólík-
legt er, að lýðræði vorra tíma tæki í mál að hverfa aft-
ur til höfðingjavaldsins forna. Það er á allra vitorði,
að eftir að Alþingi hafði stöðugt hnignað í inargar
aldir og var síðast ekkert orðið nema nafnið eitt, var
það fonnlega lagt niður með tilsk. 11. júli 1800, er
landsyfirdómurinn var stofnaður.
Er ráðgjafarþingin dönsku voru tekin til starfa, var
leitað tillagna þingsins í Hróarskeldu um löggjafar-
málefni íslands, þar til sérstakt ráðgjafarþing var
stofnsett í Rejrkjavík ineð tilsk. 8. marz 1843. Kom það
í fyrsta sinn saman hinn 1. júlí 1845. Er þá að athuga
skipun þess og þá kjördæinaskipun, er það byggðist á.
Þingmenn voru þá alls 26, 6 konungkjörnir, en 20
þjóðkjörnir, 1 fyrir hvert af neðantöldum 20 kjör-
dæmum:
Borgarfjarðarsýslu, Gullbr. og Kjósarsýslu, Árnes-
sýslu, Rangárvallasýslu, Skaftafellssýslur báðar sam-
an, Suður-Múlasýslu, Norður-Múlasýslu, Norður-Þing-
eyjarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu,
Skagafjarðarsýslu, Húnavatnssýslu, Strandasýsiu, ísa-
fjarðarsýslu, Barðastrandarsýslu, Dalasýslu, Snæfells-
nessýslu, Mýra- og Hnappadalssýslu saman, Reykja-
vík og Vestinannaeyjar.
Ekki virðast landsmenn hafa unað vel við þessa
skipun þingsins, því að þegar á fyrsta þingi komu 17
bænarskrár um breytingu á alþingisskipaninni. Er hér