Vaka - 01.06.1928, Page 39
LITLA GEITIN HANS SÉRA SIGURÐAR.
(TIL GRÍMSA SKÁLDA).
Eftir Alphonse Daudet.
Alitaf verðurðu eins, aumingja Grimsi minn.
Hvað er þetta! Þér býðst bezta staða við helzta dag-
biaðið og þú ieyfir þér að neita henni. Gáðu að þér,
veslings drengur. Líttu á snjáðu úlpuna þína og gat-
slitnu buxurnar og andlitið, sem ber vott um sult og
seyru.
Svona hefir ástin á skáldskapnum leikið þig. Þetta
hefirðu upp úr því að hafa þjónað Braga dyggilega
í 10 ár. Ertu ekki loksins farinn að skammast þín?
Vertu blaðamaður, aulabárðurinn þinn, vertu blaða-
maður. Þú getur unnið þér inn margar kiánglóttar, þú
getur borðað á Brabant og þú getur hreykt þér á leik-
hússvölunum, þegar mest er um að vera. Nei? þú vilt
það ekki. Þú þykist artla að vera fri og frjáls, það sem
eftir er æfidaganna. — Jæja, taktu þá eftir sögunni um
geitina hans séra Sigurðar. Þú getur þá séð, hvað hefst
upp úr því að ætla að vera frjáls.
Hann hafði aldrei verið heppinn með geiturnar
sinar, hann séra Sigurður.
Hann missti þær allar á sama hátt: einn góðan veð-
urdag slitu þær af sér tjóðrið, rásuðu upp á fjall og
þar át úlfurinn þær.
Hvorki gælurnar hans séra Sigurðar né óttinn við
úlfinn megnuðu að halda aftur af þeim. Ekkert gat
stöðvað þær. Það leit lit fyrir, að þetta væru sjálfstæðar
geitur, sem mettu mest af öllu frjálsræðið og fjalla-
loftið.