Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 50
176
BJÖRG C. ÞORLÁKSON:
[vaka]
unin á jafnvæginu getur líka orðið svo mikil, að ein
eða fleiri öreindir hrífist algerlega út úr frumeindinni
— og verður frumeindin þá að bæta sér þann missi,
xneð því að ná sér í nýja eða nýjar tilsvarandi öreindir
úr næringu þeirri, er hin lifandi vera fær.
Þannig er nú almennt álitið, að frumeindir efnis séu
gerðar. En sameindir efnis hyggja raunspekingar gerð-
ar úr fleiri eða færri frumeindum, er myndi hvirfing.
Og eru mismargar frumeindir í hverri hvirfing i mis-
munandi efnum. En það gefur að skilja, að úr því
sjálfar öreindirnar eru þrungnar bæði aðdrægu og frá-
lægu rafmagni, þá munu cg öll þau efni, er vér
þekkjum, einnig vera raforku þrungin. Þess ber og að
geta, að á likan hátt og frumeind getur misst öreind úr
hvirfing sinni, svo getur og sameind misst frumeind, og
verður hún þá að endurheimta frumeindina úr næring-
arefnum fæðunnar, ef um lifandi verur er að ræða.
Þessi skýring á bygging þeirra efna, er frumur lílc-
ama vors eru gerðar úr, ætti nú að nægja til þess, að
gera oss auðveldara að skilja bæði, hvað það er i raun
rjettri, sem vér köllum meltingu, og hvers vegna melt-
ing fæðunnar er nauðsynleg, til þess að líkaminn geti
fært sér hana i nyt, geti endurbyggt frumeindir sínar
og sameindir eftir þörfum. —
Víkjum nú aftur að meltingarvökvunum og melting-
unni. Eins og allir vita, byrjar líkamsmeltingin í
munninum. í munnvatninu getur verið fjöldi leysandi
efna, er byrja starf það, að leysa sundur sameindir
fæðunnar, um leið og vér tyggjum hana. — Meðal ann-
ara meltingarefna er þar eitt efni, sem nefnt er ptyalin,
og breytir það sterkju í sykur. Getur hver og einn sjálf-
ur fundið þessa unibreytingu, því að bragðið segir til um
hana. Þarf eigi annað en tyggja gxíðan brauðbita stund-
arkorn, og keinur þá fram ofurlitill sætukeimur.
Þegar fæðan er komin niður í magann, taka melting-
arvökvar þeir, er þar framleiðast, við, og umbreyta þeir