Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 59
[vaka]
MATARGERÐ OG ÞJÓÐÞRIF.
185
hvítuefni kjötsins enn „lifandi“, leyst og auðmelt i
sjálfum kjötsafanum. Og mun eigi ofmælt að segja, að
betra sé að borða hálfan skammt af sliku kjöti en heil-
an skammt af þursoðnu eða þursteiktu kjöti, eins og
germanskar þjóðir venjulegast inatbúa það.
Það virðist all-einkennilegt að sjá, að meðan heilbrigð
islenzk skynsemi húsmæðranna var ein um hituna við
matargerðina, þá var allur matur búinn til því sem
næst í fullu samræmi við kröfur þær, er fullnaðar-
þekking á ineltingu og nothæfi matvælanna fyrir lík-
amann setur. En síðan íslenzkar stúlkur fóru að sækja
matarvit og matreiðslu-aðferðir til Dana, hefir þetta
gjörbreytzt. Enda er það kunnara en frá þurfi að segja,
að matargerð Dana er mjög svo fjarri því að fullnægja
kröfum lífeðlisfræðinga.
Tvennt er þó langsamlega skaðvænlegast af nýtízku
þeirri í matargerð, sem vér erum að kosta kapps um
að innleiða hér, það er feitiþrunginn mjölmatur af
ýmsu tæi og kássumatur í margvíslegum myndum. Og
skal ég nú fara nokkrum orðum um hvorttveggja.
Það er alkunnugt, að þjóðir, sem eiga við kalt lofts-
lag að búa, þurfa næringarmeiri fæðu en þær þjóðir,
er búa í hlýju loftslagi. Þær þurfa einkum og séi í lagi
meiri feiti. Og leitin verður að vera auðmelt, svo að lík-
amanum notist að hitaeiningum þeim, sem i henni eru.
Frakkar búa auðvitað i langtum mildara loftslagi
en við, en þeir nota líka mjög litla feiti, en um leið
auðmelta og nothæfa, smjör, matarolíur og rjóina. Og
þeir kunna ölluin þjóðum framar listina þá, að búa
til góðan og ljúffengan mat, án þess að nota nema
sárlitla feiti til matargerðarinnar. Þeir fylgja hinni gull-
vægu reglu um notkun feitinnar: Feiti aðeins með mat,
helzt aldrei í mat.
Það er auðvelt að gera sér grein fyrir meltingarlög-
máli þvi, sem liggur að baki þessarar algildu reglu um
feitinotkun. Algengasta notkunin á feiti í mat er nefni-