Vaka - 01.06.1928, Side 63
MATAKGERÐ OG RJÓOÞRIF.
189
! VA KA
er rennt niður. Getur því orðið sú reyndin á, aö kássu-
matur verði tormeltari en heilmeti, er hann missir að
jafnaði af munnmeltingunni. Og er þá horfið úr sög-
unni einmitl það atriðið, er slíkuin mat hefir jafnan
verið tii kosta talið.
Ungbörn ein og gamalmenni, sem alls eigi geta tugg-
ið mat sinn, eiga að réttu lagi að fá kjöt og fisk inal-
að. En þá á að mala það í heimahúsum úr alóskemmd-
um vörum. Og rnatbúa það á þann hátt, að fjörefnin
haldist og maturinn sé sem auðmeltastur.
Yfirhöfuð œttu allar húsmæður að fá margvislega
þekking á þörfum og störfum mannslíkamans. Eitt af
þvf, sem þær þurfa að vita, er það, að aldrei er líkam-
anum meiri þörf á fjörefnaríkri fæðu en áður magn-
kirtlar frjókerfis taka til starfa, en það er á aldrinum
frá 14—18 ára, og eftir að magnkirtlar þessir fara að
dofna, en það er á aldrinum frá 50—60 ára. Með öðr-
um orðum: Fjörefni eru manninum nauðsynleg alla æfi,
en þau eru hörnum, unglingum og öldruðum mönnum
lifsnauðsynleg.
Einhver hinn stórfrægasti matargerðarsnillingur
heimsins, Brillat Savarin, franskur visindamaður á
þessu sviði, sagði um matargerðina, að hún væri sú
eina list, sem aldrei yrði Ja:rð til hlítar. Þetta má vel
satt vera. En markmið allrar matargerðar getur hver
einsta húsmóðir gcrt sér ljóst og reynt að stefna að
þvi, jafnframt þvi, að hún sýnir skilning sinn á þeim
veg og þeim vanda, sem starfi hennar fylgir á þann
hátt, að afla sér allrar þeirrar þekkingar, sem liún
á kost á, á öllu því, er að starfinu lýtur.
í stuttu máli má nii segja, ttð markmið allrar ínal-
argerðar sé ferþætt. hað er: að gera matinn ljúfleng-
an, auðraeltan, fjölþættan :tð efnum og nothæfan lík-
amanum á allar lundir. Og hér við hætist svo, ;tð gera
þetta á sein hagkvæmastan hátt, og svoleiðis, að eigi
fari fram úr því, sem efni og ástæður leyfa. Er því hér