Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 77
ÍVA KA]
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
203
þeir hafa eyðilagzt síðan á öndverðri 18. öld. Vér sjá-
um þar greinilegt og sorglegt dæini þess, hve sárt
landsmenn hafa leikið ættland sitt. Það er eigi undar-
Jegt, þótt landið sé víða blásið og bert, er það hefir
orðið fyrir slíkri meðferð um margar aldir“*).
En það voru eklci stórskógarnir einir, sem urðu fyrir
þessari meðferð, heldur lika unglimið og annar smá-
vaxnari trjágróður: „Það er auðsætt af jarðabókinni,
að það hefir verið mjög tíðkað að nota hrís til fóðurs
með heyi. Þar sem engir skógar voru, var víðir og
fjalldrapi rifinn til fóðurs. Á Gautlöndum, segir jarða-
bókin, að sé „viðirril' til eldiviðar og heystyrks að góðu
gagni“. Sama er sagt um Baldursheim. Þetta var annars
tiðkað viða um land, þótt það sýnist einkum hafa verið
algengt í Þingeyjarsýslu og Múlasýslu. Þá er heyleysi
var, var oft farið í skóginn og höggið limið, er stóð upp
úr fönninni og gaddinum, og haft til fóðurs. En stofn-
arnir stóðu eftir og fúnuðu og eyðilögðust eftir litinn
tíma“**).
Þannig hljóða niðurstöðurnar af þeirri löngu og
raunalegu upptalningu, er Sæm. Eyjólfsson lét oss í té
í þessari ferðalýsingu sinni. En hvað segja nú sérfræð-
ingarnir um þetta?
Árið 1903 ferðaðist skógræktarfræðingur, f. prófessor
við Landbúnaðarháskólann, C. V. Prytz, um landið
þessa sömu leið og reit smáritling um .ferð sína, er
hann nefndi: Skovdyrkning p a a I s 1 a n d. Hann
komst að þeirri niðurstöðu, að jarðvegurinn hér á landi
væri aðallega myndaður af fíngerðri fokjörð. Þegar því
skógarræturnar og lyngið og aðrar plöntur, sem bindu
jarðveginn, væru rifnar upp, þá tæki jörðin að fjúka
og stundum flettu veðrin öllum sverðinum ofan af i
’) Bún.rit, 8. ár, bls. 55.
**) Bún.rit, 8. ár, neðanmáls, bls. 9.