Vaka - 01.06.1928, Side 79
[vaka]
UM SIÍÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
205
fékk séð, blés haun elcki á neina ákveðna átt að stað-
aldri; aftur á móti sá ég það nokkuð víða, að uppblást-
urinn gekk á langs niður eftir dölunum, þannig að
þessir sterku, þurkandi vindar komu ofan af öræfun-
um, er liggja lengst undir snjónum á vorin“*).
Það eru þá, eftir því sem próf. Prytz lítur á, v o r -
leysingarnar og öræfavindarnir, sem eiga
mestan þátt í því að fletta landið gróðurklæðum sín-
um. En þetta tekst vatni og vindi því að eins, að þau
nái sér niðri, að það, sem bindur jarðveginn, eins og
lyng og annar skógargróður, hafi verið upprættur. Því
telur próf. Prytz hið mesta tjón að eyðingu skóganna.
í bréfi, sem hann reit mér fyrir þremur árum, segir
hann, að það sé einhver hin mesta lífsnauðsyn landinu,
að einhver innlendur maður geti kennt íslendingum að
verjast uppblæstrinum með því að planta skógi og
græða aftur upp sanda þá og mela, er myndazt hafa
af jarðfokinu.
II. ORSAKIR AÐ EYÐINGU SKÓGANNA.
Ég er nú ekki nærri nógu kunnugur þessu máli til
þess að geta sagt, hvað ráðið hafi mestu um eyðingu
skóganna hér á landi, enda eru skoðanir sérfræðinga
um þetta ærið skiftar. Sumir, eins og t. d. Guðm. G.
Bárðarson jarðfræðingur, halda því fram, að heitara
hafi verið hér á landi á undan landnámstíð, og því hafi
■skógurinn þá getað vaxið hér; en síðan hafi það verið
hin óblíða náttúra, frostharkan og veðrin, sem hafi
hnekkt skóginum mest, og getur nokkuð verið til í
þessu, einkum norðanlands. En aðrir, eins og t. d. Ko-
foed-Hansen slcógræktarstjóri kenna fjárbeitinni og
mönnunum um, enda eru nú skógarleifarnar víðast
hvar aðeins kræklóttur og bitinn kjarrskógur. Ég ætla
*) Prytz: Skovdyrkning paa Island, bls. 29—32.