Vaka - 01.06.1928, Síða 82
208
ÁGÚST H. BJARNASON:
fvaka]
á það, sem eftir var. Von er þótt skógurinn hafi fljótt
gengið úr sér og eyðst á tiltölulega sköminum tíma.
Og sýnilegt er það á ýmsu, bæði sunnnan og norðan-
lands, að fyrst voru heimalöndin rúin; þá var herjað
á brekkurnar og holtin, en síðast var skógur sóttur
upp um hlíðar og inn til afdala. Þar sem skóginn þraut,
var farið að rífa upp f'jalldrapann, víðirinn og lyngið.
Og er lyngið þraut, var farið að herja á nýgræðing
eldhraunanna, grámosanum flett ofan af hraununum,
þangað til komið var ofan á bera klöppina.
Þannig hefir þá landið verið rúið og rænt öldum
saman. Það hefir smámsaman verið flett þeim gróður-
klæðuin, sem áttu að klæða það og gera það að síbatn-
andi landi. í stað þess hefir það nú blásið upp á stór-
um svæðum, og þar eru nú naktar fjallshlíðar, urðir
og melar, ef ekki eyðisandar, sem áður voru lyngbreið-
ur, skóglendi og grænar grundir.
Aðallega mun það hafa verið eldiviðarleysinu i land-
inu að kenna, að svona fór um skóginn. Má meðal
annars marka það af því, að þar sem skóginn, lyngið
og mosann þraut og mótekjan var iitil eða engin, þar
var farið að brenna því eina, sem eftir var, klíningn-
um og sauðataðinu. En með þessu var l'arið að ræna
hina ræktuðu jörð, túnin og heimahagana, áburði sín-
um. Þá fóru túnin auðvitað líka að ganga úr sér, að
ganga saman, svo að nú er þau nokkuð víða ekki eins
stór og góð og þau hafa áður verið. Og sumstaðar eru
þau nú, einkum hér sunnanlands, að eyðast af sand-
foki. Haldi þessu þannig áfram, þá er vitanlegt, að
landið gengur úr sér enn meir, og gæti jafnvel að síð-
ustu farið svo, að það yrði að ógrónum eyðihólma.
En sem betur fer, eru menn nú farnir að vakna til
meðvitundar um hættuna, sem yfir landinu vofir, og
meira að segja farnir að reyna að ldæða landið af
nýju. Þó mun skógræklin hér eiga einna lengst i land,
áður en hún verði að áhugamáli alls almennings. Og