Vaka - 01.06.1928, Side 83
[vaka]
UM SKÓGRÆKT OG SANDGRÆÐSLU.
209
er hún þó eitt af helztu velferðarmálum vorum. Þarf
hér að taka duglega í taumana, og það sem fyrst, á
annan bóginn með því að banna mönnum að rífa hrís,
lyng, mosa og melgresi, svo að til skemmda horfi, en
á hinn bóginn með þvi beint að kenna mönnum og
hjálpa þeim til þess að ná bæði ljósi og hita úr þeim
orkugjafa, sem er því nær alstaðar við hendina hér á
þessu landi, vatnsaflinu. Þá þarf hvorki að hafa trjá-
gróðurinn né áburðinn til eldsneytis framvegis, en það
mun ekki einungis hlífa gróðrinum, heldur beinlínis
auka hann og bæta landið, gera það blómlegra og vist-
legra og i alla staði fegurra.
III. SKÓGRÆKT.
Ef það er rétt, sem bent hefir verið á hér að fram-
an, að fyrstu upptaka að uppblæstri landsins sé einatt
að leita í lyngrifi og yfirleitt í óviturlegri meðferð trjá-
gróðursins hér á landi, þá er auðsætt, að hvorki verð-
ur girt fyrir frekari uppblástur né heldur grær landið
sára sinna nema því að eins, að úr þessu verði bætt,
fyrst og fremst með því að friða og fara vel xneð þann
gróður, sem enn er eftir, og í öðru lagi með því að
planta nýjum gróðri, er bindi jarðveginn og varni
uppblæstri eða myndi nýtt gróðurlag, þar sem upp hefir
blásið. Einkum ætti að planta nýjum gróðri á holtum og
i fjallshlíðum, þar sem hann gæti myndað hlébelti til
varnar bæði sandfoki og frekari uppblæstri. —
Menn rekur sjálfsagt minni til hinnar hugðnæmu
lýsingar Björnsterne Björnson’s á því, hvernig lyngið,
einirinn, furan og birkið fóru að klæða fjallið norðan
til i Noregi. Hér eru það lyngið, fjalldrapinn, viðirinn
og birkið, sem ættu að geta klætt holtin og hlíðarnar.
Og þótt furan virðist eiga bágt með að vaxa hér, þá er
ekki þar með sagt, að ekki megi með tíð og tíma finna
eitthvert vænt og viðamikið skógartré, eins og t. d.
14