Vaka - 01.06.1928, Síða 102
228
ÁGÖST H. 15JARNASON:
[VAKAJ
er búfræðinganna að segja til nm þetta og skal því ekki
fjölyrt um það frekar hér.
Það skal að eins tekið fram að lokum, að þegar hafa
verið girtir hér og teknir til ræktunar um 7000 hekl-
arar af sendinni eða sandorpinni jörð. Er það all-góð
viðbót við þá 23.000 ha. af ræktuðu landi, sem þegar
eru taldir að vera til í landinu. Má telja víst, að með
þessari viðbót einni verði ræktað land á næstu 10—20
árum orðið um 30.000 lia. á öllu landinu.
En sennilega getum vér numið margfalt meira land
upp úr söndum þeim hér sunnanlands, er ýmist liggja
i eða upp að sumum veðursælustu sveitum landsins,
ef hugur og hönd, svo og nægileg þekking og þolgæði,
legðust á eitt um þetta. Með því að planta skógi og lyngi
á hæfilegum stöðum, gætum vér ef lil vill myndað hlé-
belti, er vörnuðu frekara sandfoki. Og með því að sá
melfræi eða rækta kartöflur. eða eitthvað annað á sjálf-
um söndunum gætum vér cf til vill með tið og tima
numið oss nýtt, gróðursælt land. Jarðvegur sá, er jökul-
vötn og önnur vötn, sem full eru af frjóelnum og átu,
hafa flóð yfir um skemmri eða lengri tíma, er oft fullur
af frjómagni og þarf því ekki annað en næði til að gróa.
Hver veit því nema sandarnir hér á Suðurlandi og víðar
geti orðið að Gózenlandi framtíðarinnar, ef takast mætti
að verja þá ágangi vatna og vinda? Hver veit nema
það inætti gera þá að kornlöndum og kartöfluekrum?
Áhugasamir menn, sem unna fósturjörð sinni, ættu
Jivi að taka Jiessi tvö mál, skógræktina og sandgræðsl-
una, til alvarlegrar íhugunar og helzt bindast samtök-
um um að klæða landið af nýju, svo að Jiað með tíð
og tíma verði að minnsta kosti jafn-fagurt og jafn-
mikið kosta-land og það var fyrst á landnámstið.
Ágúsi H. Bjarnason.