Vaka - 01.06.1928, Page 112
238
SIGURÐUB NORDAL:
[yaka]
Hann endurnýjar eið sinn — við brúðarkjólinn. Inn í
stofuna, þar sein kjóllinn er geymdur i kistu og vín-
föng í skáp, sækir hann eldmóð til þess að lifa nýju
Jifi. Auðvitað verður síðari villan verri en hin fyrri.
líjörn verður skýjaborgamaður, duglaus til fram-
kvæmda, utanveltu við lífið, og óheilindin læsa sig frá
honum, svo að líf allra þeirra, sem nærri honum eru,
virðist ætla að víxlasl. En ungur röskleikamaður rýfur
draumavefinn, tekur dóttur Björns til sín og gerir hana
heilbrigða. Og Björn sjálfur losar sig við brúðarkjólinn
og gengur i nýtt hjónaband, þar sem konan er meir við
hans hæfi en sú fyrri.
Þetta er aðeins einn þáttur þessarar fjölbreyttu sögu.
En það er sá merkasti. Sumum kann að þykja hann
ýkjukenndur, en hér er drepið fingri á eitt sérkenni-
legasta atriði í íslenzku sálarlífi: draumóra og fju-irætl-
anir, sem oft er haldið lifandi með því að dreypa á þær
ölföngum, en bera enga ávexti í lífi og starfi. Hér er
stefnt i rétta átt, lýst íslenzku hversdagslífi að ytra
borði, en horft frá því sérstaka til þess almenna í lýs-
ingum sálarlifs. Það væri óskandi, að Kristmann ætti
hæði eftir að kynnast sveitalífi voru enn rækilegar og
eflast að víðsýni með lestri og lifi erlendis. Þá er von
um, að hann geti með tímanum orðið inerkilegt skáld.
En — gelum vér fslendingar horft upp á það með ró-
semi, að hvert efnisskáldið eftir annað hverfi út úr
hinum fáskrúðugu bókmenntum vorum og riti á aðrar
tungur? Eitt er víst, vér höfum þessa menn um ekkert
að saka. Ef Kristmann liefði verið á íslandi, væri hann
annaðhvort dauður úr hungri eða skáldgáfa hans koðn-
uð niður vanþroska í þröngsýni og basli. Sama eða
svipað má segja uin hina fslendingana, sem setzt hafa
að erlendis. Þeir liei'ði komizt miklu skemmra að flestu
leyti, ef þeir hefði haft sltáldskap sinn í hjáverkum
með öðni lífsstarfi hér heima. Ef vér eigum að láta ís-
leiizka rithöfunda sýna, hvað þeir geta, þarf bæði að