Vaka - 01.05.1929, Síða 19
[vaka]
FULLVELDISINS MINNZT.
13
ýmisskonar iðju og framleiðslu, þá mætti með sanni
segja, að vér hefðum verðskuldað að verða sjálfra vor,
þar sem vér værum búnir að gera iand vort að góðu
og vel setnu landi.
En — ekki megum vér síður hugsa um sjálfa þjóð-
ina og hinn andlega ylgjafa hennar, uppeldið og
menntunina. Það væri raunar synd að segja, að þetta
sé ekki þegar reynt, þar sem skólar eru að rísa svo að
segja á hverju strái. En hollt er heima hvað. Og ein-
hver hezti skólinn og bezti ylgjafi heimilanna í þessu
strjálhyggða landi mundi þó sennilega reynast, auk
vinnunnar í þarfir lands og þjóðar, gott og skipulegt
útvarp, er næði til sem flestra heimila í landinu. Með
slíku útvarpi væri unnt að mennta þjóðina stórlega og
setja hana í náið samband við umheiminn. Og með
útvarpi væri. unnt að gera þjóðina að lifandi, samræmri
heild, er lifði og hrærðist í áhugamálum sínum.
Flestum áheyrenda minna mun nú þykja nóg komið
af slíkum framtíðarhillingum, og færi hetur, að ein-
hver þeirra rættist. Ég vil því nú ljúka máli mínu
með því að vara við sjálfum höfuðóvininum, sem ver-
ið hefir ættarfylgja vor, frá því er land byggðist, en það
er sjálfsþótti vor og sá sundrungarandi, sem af honum
hefir risið alla tíð. Sundrungarandi varð þess vald-
andi, að vér seldum yfirráðin yfir landinu í hendur er-
lendum konungum; hann hefir og valdið innanlands-
erjum á öllum öldum sögu vorrar, og hann kann enn
að geta kippt fótunum undan oss og það á skemmri
tíma en oss sjálfa grunar, t. d. með því að hefta fram-
leiðslu vora um skemmri eða lengri tíma. En það, sem
vér þörfnumst mest er samvinna allra stctta í landinu
og — vinnufriður til áframhaldandi viðreisnar á öllum
sviðum. Væri, eftir því sem ég bezt fæ séð, heppileg-
ast, að hver stétt landsins hefði sitt fulltrúaráð á sjálfu
Alþingi og að þar væri gert og yrði að gera út um öll