Vaka - 01.05.1929, Side 21
VÍSINDIN OG FRAMTÍÐ MANNKYNSINS.
í Englandi hefir síðustu árin komið út merkilegt rit-
safn, er nefnist To-day and To-morrow (í dag og á
morgun). Það eru kver í litlu broti, flest 64—96 l)ls.
og bera venjulega nöfn úr goðafræði eða sögu Grikkja
og Rómverja. Þau eru rituð af ágætustu rithöfundum
Englendinga, vísindamönnum, heimspekingum, ritdóm-
urum og listamönnum, um þau menningarmálefni, sem
nú eru efst á dagskrá þjóðanna. Öll horfa þau fram,
reyna að hregða birtu vísindanna yfir hið ókomna og
henda á leiðir út úr torfærum líðandi stundar. Rit þessi
eru svo skemmtileg fyrir þá sök, að höfundarnir lofa
ímyndunarafli sínu við og við að hregða á leik, og hika
hvergi við að draga rökréttar ályktanir af forsendum
sínum, þó að niðurstöðurnar komi í bága við alda-
gamlar skoðanir og venjur. Uin lesandann líður blær
frjálsrar hugsunar, hið hressandi lífsloft andans.
Ég ætla að þessu sinni að reyna að skýra í stullu
máli frá aðalefni þriggja þessara rita. Þau ræða í
rauninni öll sama efnið, hvert frá sínu sjónarmiði, og
tekur hvert við af öðru, en efnið er: vísindin og fram-
tíð mannkynsins. Heitir hið fyrsta Daedalus e ð a v í s -
i n d i n o g framtíðin og er eftir J. R. S. Haldane,
kennara i lífefnafræði við Cambridge-háskólann, ann-
að heitir íkarus e ð a f r a in t í ð vísindanna, eft-
ir Bertrand Russell, frægan stærðfræðing og heimspek-
ing, og hið þriðja Tantalus e ð a f r a m t i ð m a n n s -
i n s, eftir F. C. S. Schiller, merkan heimspeking í
Oxford. Nöfn þessara rita henda undir eins á, hvað
höfundunum býr í brjósti. Daedalus var, að því er