Vaka - 01.05.1929, Page 22
16
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
grískar sagnir segja, fyrsti myndasmiður, er gerði
mannlíkan með aðgreindum fótum og hendur lausar
frá síðum, svo sem maður væri á gangi. Það var hann,
er gerði völundarhúsið á Krít, en er hann og íkarus
sonur hans voru lokaðir þar inni, gerði hann þeim
vængi úr vaxi og komst sjálfur heill á húfi til Sikil-
eyjar, en íkarus flaug, þrátt fyrir viðvaranir föður síns,
of nærri sólu, svo að vængirnir hráðnuðu og hann féll
í hafið. Tantalus var í fyrstu ástvinur guðanna og
hafði samneyti við þá, en féll í ónáð og varð að þola
þungar refsingar í undirheimúm. Um hann segir
Odysseifur: „Ég sá og Tantalus, hann þoldi harðar
raunir; hann stóð í tjörn nokkurri, og tók vatnið hon-
um í höku. Þesslega lét hann, sem hann mundi þyrst-
ur vera, en gat þó engu náð handa sér að drekka; því
í hvert sinn sem hinn gamli maður laut niður og vildi
drekka, sogaðist vatnið niður aflur og hvarf, en fyrir
fótum hans sást í svarta moldina, þvi einhver óham-
ingja þurkaði jafnótt vatnið upp. Uppi yfir höfði lians
héngu ávextir niður af hálaufguðum trjám. Það voru
perutré, kjarneplatré og apaldrar með fögru aldini, sæt
fíkjutré og blómlegur víðsmjörsviður; en er hinn aldr-
aði inaður seildist eftir ávöxtunum, svipaði vindurinn
þeim upp að hinum dimmu skýjum“. (Odysseifs-kviða
Hómers. Khöfn 1912, hls. 244—245). —
Haldane spyr fyrst, hvort mannkynið sé með vísind-
um sínum að leysa úr læðingi efnisins óvætt, er farin
sé að snúast gegn því og geti á hverri stundu steypt
því út í ginnungagap. Eða eru mennirnir að verða
snýkjudýr eða ánauðugir þrælar þeirra véla, er þeir
liafa sjálfir skapað sér, svo að þær að Iokum taki frá
þeim yfirráðin yfir jörðunni? En fyrst er að líta á
það, hvort nokkrar líkur eru til, að framfarir í vís-
indalegum rannsóknum verði stöðvaðar, af ótta við
afleiðingar þeirra. Á miðöldum var svo hættulegt að
fást við þær, sökum almenningsálitsins, að litlar fram-