Vaka - 01.05.1929, Side 57
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
51
inn í víkina. Um hreint gull í sandi við sjávarströnd
(marinegull) er þó ekki að x-æða hér, sem sumstaðar
finnst í öðrum löndum.
Þá hræddi ég bergtegundina, sem ég áður gat um úr
bergbungunni við Ljósá, með blýmenju, og reyndist í
henni dálítið af silfri og gulli, svo og vottur af eir, sem
ég athugaði sérstaklega.
Ekki er ólíklegt, að einhverntíma verði borað þarna
niður til að sjá, hvort málmurinn eykst, er neðar dreg-
ur, því þar er bergtegundin regluleg, og má telja tak-
markalaus. Og við það hætist, að nægt vatnsafl er við
hendina og stutt til sjávar.
Sjá má af steinum, sem hrapað hafa úr Krossaness-
tindi, að málmar eru i því fjalli. En ekki hefir verið
auðhlaupið að því að finna, hvar þeir liggja, enda
munu þeir liggja hátt i fjallinu. Vestarlega hafa stórir
steinar hrapað niður á jafnsléttu. Er mikill brenni-
steinskís í þeiin og talsvert af silfri. Nokkru austar
hafa og hrapað niður eðlisþungir málmsteinar, sem
áreiðanlega hafa fallið úr fjallinu, og hefir enn ekki
verið hægt að finna, hvaðan þeir komu. Sennilega ligg-
ur skriða yfir staðnum, þar sem þeir lágu i berginu.
í þeinx steinum var eir ineð nokkru af gulli.
ÞVOTTÁ.
Bærinn Þvottá liggur í Álftafirði, næst sjó austan
Lónsheiðar, og liggja lönd Hvalness og Þvottár saman
á miðjum Hvaldalshálsi. í landi Þvottár er fjallið Mæli-
fellstindur, sein er gamall eldgígur og nær hann fram í
sjó. En fjær sjónum liggur hnúkurinn Svarthamrar, sem
einnig er gamall eldgígur. Á bak við og á milli þessara
fjalla liggur Snjótindurinn, hæsta fjallið á þessum fjall-
garði, og kemur áin Þvottá undan þessum tindi.
Fjalllendið vestan við bæinn Þvottá fer smá hækk-
andi upp að Snjótindinum og er mjög hólótt; nefnist