Vaka - 01.05.1929, Blaðsíða 61
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
55
stöddu. Það verður að fara fram ýtarleg rannsókn á
öllu þessu svæði, sem er allstórt.
Mjög oft kom það fyrir, að þessi skæru hvítu korn
urðu hrein eftir í beinaöskukoppnum, samlöguðu sig
hvorki blýi né silfri. Stundum héngu þau neðan í silf-
urhnappnum, bundin við beinaöskuna, svo að ég varð
að leysa þau frá með kaldri saltsýru, og urðu þau þá
hrein. Þau korn hlutu því að vera irridíum.
Ávalt reyndist svo, að þar sem meira var af platinu-
málminum, þar var minna af gulli. 1 nr. 12, sem er
kvarzgangur, fann ég aldrei annað en gull. 1 ganginum
nr. 7 var einnig kvikasilfur, og getur verið víðar, því
ég leitaði ekki að þeim málmi nema í þeim eina gangi.
Uppi á Sellöndunuin fann ég samskonar bergtegundir
og eru í Geitursgili, með sömu málmunum; ná gang-
arnir því eflaust í gegnum öll Sellöndin.
Vestan í Sellöndunum eru þykk lög af járnsýringi;
reyndist mér talsvert gull í honum, er ég bræddi hann
mcð blýmenju.
Þá athugaði ég ýmsa ganga inn með Þvottánni; eru
þeir gangar flestir súrir, og liggja í sömu átt og gang-
arnir í Sellöndunum, til sjávar. Liggja þeir undir
Varpinu og Hlíðarfjalli. Sumir af þessum göngum eru
hreinir kvarzgangar. Ekki vannst mér tími til að bræða
neitt af þeim steinum, sem ég tók þar, með blýmenju,
en flesta þeirra hefi ég prófað með lóðpípu. Þó nokkra
steina muldi ég, hitaði (risti) og leysti í brómvatni.
GuIIið, sem ég gat leyst á þann hátt, felldi ég sem gull
með tinkloriði (tin leyst í saltsýru) og fékk iðulega
hrúnfjólubláan lit úr 60—100 grömmum af steini í 10
cc. vökva. En þar strandaði á mulningstækjunum, að ég
gat aldrei mulið steininn nógu smátt. En allt veltur á
því, þegar vota rannsóknaideiðin er notuð. En að sjálf-
sögðu gengu platínumálmar fram hjá inér með þessari
aðferð, því bróm einsamalt leysir ekki platínu.
í einum gangi ofarlega í dalnum, sem var nokkuð