Vaka - 01.05.1929, Síða 68
62
BJÖRX KRISTJÁNSSON:
[vaka]
að raun um, hvort nokkrir góðmálmar gætu íundizt
þar í bergtegundunum. Og sýnishornin tók ég af banda-
hófi, hér og þar, úr veðurbörðu og étnu grjótinu, eins
og það kom fyrir. Árangurinn varð þessi:
1. Sýnishorn tekið úr möndlusteini neðarlega í botn-
inum í Myrkárgili til vinstri, er gengið er upp gil-
ið. í þeim steini reyndist gullvottur.
2. Næsta sýnishorn tekið úr möndlusteini neðst við
svonefndan Maríulæk að sunnanverðu við lækinn. 1
honum reyndist gullvottur með miklum hrenni-
steinskís.
3. Næsta sýnishorn tók ég úr Mosdalsgili neðan-
verðu, úr fyrsta útskotinu að austanverðu í gilinu.
Bergtegundin þar er kvarzríkt liparit.
Stein þenna rannsakaði ég fullkomlega með
því að hræða hann með blýmenju á venjulegan
hátt. Reyndist i honum svo sem 3—5 grömm af
gulli í tonni, en ekkert silfur.
4. Þá tók ég sýnishorn úr þriðja þvergilinu, austan
við Mosdalsgil, þar neðst í hryggnum að austan-
verðu í gilinu. Það er sömuleiðis kvarzríkt líparit
eða súr bergtegund og fór ég með það sýnishorn
alveg á sama liátt og sýnishornið næst á undan.
Reyndist í því álíka mikið gull, en ekkert silfur.
5. Þá reyndi ég kvarzsteininn úr Setbergshnúk;
reyndist einnig í honum gullvottur, en ekkert
silfur.
Svo reyndi ég steina, sem ég tók hér og þar, og
reyndist gullvottur í þeim flestum. Eigi komst ég svo
langt að geta náð sýnishornum úr fjallshlíðinni, þar
sem fjallið fór að beygja til suðurs, og heldur ekki úr
stóru gili, sem liggur á bak við Staðarfjall að austan-
verðu.
Hins vegar athugaði ég svolítið næstu gilskorninga
í Þrándarstaðalandi, þar sem likar bergtegundir eru