Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 71
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
65
lial'a séð getið um. Fór ég svo yfir Vatnsdalinn yfir í
fjallið hinummegin og hitti þar fyrir allstóran hnúk af
svörtu gabbrói. Gekk ég svo út með fjallinu og alhugaði
stóran liparitgang, sem hefir þrengt sér upp úr fjallinu
og lyft upp afar stóru basaltlagi, sem áður hefir legið
lárétt ofan á fjallinu. Stendur basaltspildan þar eins og
sperrukjálki, og með álíka miklum halla og er venju-
lega á sperru. Og svo hefir þrýstingurinn að neðan ver-
ið hægfara, að basaltspildan virðist hvergi hafa brotn-
að nema á háðum endum, syðri endinn fyrst. Basalt-
spilda þessi heitir Gedduhaus.
Ekki hafði ég tækifæri lil að athuga líparítið á þess-
um stað. En nauðsynlegt væri að rannsaka þennan
stað, þar sem málmar hér virðast helzt koma fyrir í
líparíti, sem liggur í námunda við gabbró, þó í nokk-
urri fjarlægð sé.
Athuga þyrfti og kvarzgang, eða kvarzgang með
kalki, sem lítur út íyrir að liggi alla leið frá Kornsá
norður undir Hnjúk rétt fyrir ofan veginn, og stund-
um í sjálfum veginum, svo sem t. d. milli Helgavatns
og Hnjúks. Kvarzgangurinn sjálfur er auðfundnastur
í svolílilli lækjarsitru upp af norðvesturhorni þáver-
andi túngirðingar á Helgavatni. Rásin rennur þvert yfir
kvarzganginn, sem stendur upp úr rásinni og er því auð-
fundinn. Ofurlítið neðar með rásinni að norðanverðu
sést á mjóa æð ineð kalkblönduðum kvarz. í þessari æð
fann ég vott af silfri og eir. En ekki gat ég fundið
neitt í hreina kvarzganginum, enda tók ég aðeins smá
sýnishorn allra efst í ganginum.
Frá Helgavatni gekk ég skáhallt yfir holt það, sem
liggur milli Vatnsdalsins og Gljúfurár. Þegar ég kom
að gömlum farvegi Gljúfurár, þar sem hún hefir hreiðzt
út og myndað stórar sandeyrar, þá rakst ég á stór
björg af fremur dökku, en hörðu gabbrói; tóku klett-
arnir mér í mjöðm. Ekki rannsalcaði ég þetta gabbró,
f*f því að steinarnir sátu ekki í föstu bergi. Norðan í
5