Vaka - 01.05.1929, Side 81
[vaka]
VIÐNÁM — EKKI FLÓTTI.
75
væri réttur mælikvarði á ínig, gagnvart allsherjaræsku
lands vors, þá væri sagan „Reykur“ eftir föður hans í
Eimreiðinni laukréttur mælikvarði á Einar H. Ivvaran
gagnvart nýju menningunni í landi voru. Sagan segir
frá lögfræðingi ungum, konu hans, hégómlegri lánd-
eyðu, sem gengur á hárgreiðslustofu og í heimboð á
daginn, og móður lögfræðingsins, sem fara verður fyrst
á fætur, niður í kjallara, til að leggja í miðstöðvarhit-
ina. Lögfræðingurinn er litilmenni, frúin tilfinningar-
laus gagnvart gömlu konunni, og gamla slcarið mál-
laus af undirgefni. Sagan er næsta góð, stutt, fullkom-
in að frásögn, grípur á lífinu svo fast, að þetta virðist
vera sönn saga, ekki tilbúin. Þá eru sögur góðar, enda
séu þær afmarkaðar. Ekkert blað minntist á þessa
sögu, svo að ég viti, svo ónærgætnir geta blaðamenn
vorir verið. Nærri má geta, að gömlu skáldi kemur vel,
að verða þess vart, að það sé ekki álitið útlifað. Mér
þótti einkar vænt um þessa smásögu, af því að í henni
reis höf. upp til lifsins, frá því dauðans kviksyndi, sem
hann var kominn út á í sögunni af Móra sáluga.
Ragnar kynni að hugsa á þá leið, að ég fagni þessari
sögu svo sem árás á menninguna. En ég skoða hana
ekki á þann hátt. Sagan myndi vera árás á eina mis-
fellu, sem kemur upp í skjóli menningar vorrar, nauin-
ast annað en þetta.
Önnur smásaga dettur mér í hug, næsta vel samin
og þýdd: „Geitin hans séra Sigurðar", kom í Vöku;
Laufey Valdimarsdóttir þýddi, en sainið hefir franska
skáldið Alfons Daudet. Hún segir frá geit, sem séra
Sigurður vill hafa í tjóðri, og halda þannig í hömlum
frá því að fara upp á öræfi og lenda í úlfakreppu.
Kiða vill vera laus og vonar, að hún geti spjarað sig
fyrir þeim — „ilbleika með strengdan lcvið“. — Hún
fær lausn, fer sína leið og — lendir i úlfsgininu.
Ef ég hefði samið þessa sögu, eða því líka, og Ragn-
ar dæmt um, myndi hann hafa kveðið svo að orði, að