Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 85
[VAKAj
VIÐNÁM
EKKI FLÓTTI.
79
verði því að gæta, þegar um svokallaðar framfarir ræð-
ir, og að þær eigi að verða sem umbrotaminnst og
smámsaman, svo að mönnum gefist ráðrúm til að
kynnast þeim nægilega jafnóðum og þær komast á;
annars komi öfgar í stað umbóta og geti orðið verr far-
ið en heima setið“.
Ég ætla, að í þessum orðum felisl sumt af þeim
kjarna, sem vér „flóttamennirnir" svonefndu höfum
bak við eyrað. Þeir, sem unna „klassisku“ bókmennt-
unum, meta að sjálfsögðu þá lifnaðarháttu, sem standa
bak við bókmenntirnar og innblásið hafa höfundana
til afreka sinna.
Þó að þetta umræðuefni sé langt frá því að vera
tæmt frá minni hálfu, ætla ég að botna það bráðum.
En áður en ég' geng frá því, vil ég taka upp glepsu úr
ritgerð Ragnars. Hann tekur upp setningu úr sögu-
korni mínu': „Lauf úr landi minninganna", sem ég
mæli um ömmu unglingsins, vinnutrega: „Hún sökkti
sér niður i djúp sálar sinnar. Vinnan og trúin gerðu
hana sæla“. Ragnar bætir svo við:
„Hann — þ. e. G. F. — er algerlega sannfærður um,
að gamla fólkið hafi fundið einhver ósköp, er það sökkti
sér niður í djúp sálar sinnar“ o. s. frv.
Líklega á Ragnar við mikil verðmæti, þegar hann
kennir með J)essi ,,ósköp“. Mér hafa aldrei dottið
ó s k ö p í hug eða haldið, að þau byggju i sálardjúpi
trúaðrar konu. En sleppum þessu orðalagi og svo tón-
inum í þessari setningu. Það tvennt skiftir litlu máli
um niðurstöður okkar. En minna vil ég þenna höf-
und á það, a'ð faðir lians, sem enginn hefir frýjað vits,
gerir ráð fyrir dýpi fremur en grynningum í sál „Vit-
lausu Gunnu" — jafnvel hennar sál. Og þá myndi
mega gera ráð fyrir dýpi í sál óbrjálaðrar konu, sem
búið er að lýsa á þá leið, að hún er trúuð, orðheppin
og athugul, skyldurækin og gædd fegurðartilfinningu.
Það er alkunnugt, að djúpsæi vex með aldri. Og marg-