Vaka - 01.05.1929, Side 89
[VAK.A 1
.1. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
83
Sigurðssonar með þeim fáu orðum, sem hann er sannur
að sök um að hafa talað, þá er ég undir sama dóm
seldur fyrir þau mörgu orð, sem ég hef sagt í sömu átt,
og, hver veit, engu síður fyrir það að ég hef fundið
orðum rnínum stað og rökstutt þau.
Dómurinn er kveðinn upp af margfróðum, afkasta-
iniklum sagnfræðingi, manni, sem hefur nú siðast með
hönduxn að rita einmitt sögu Jóns Sigurðssonar (það
mun vera „vettvangurinn", sem hann ætlar sönnunum
sínum að koma fram á) og hlýtur að vera langt kom-
inn með hana, ef hún á að vera komin út fyrir alþing-
ishátíðina; en þá eiga, sem kunnugt er, allir hlutir að
vera búnir.
Þó að þannig megi virðast vera við æði ramman
reip að draga, ætla ég nú samt að dirfast að gera fram-
anrituð orð hr. Kr. A. enn á ný að mínum orðum og
lýsa það fullkominn, óyggjandi sögulegan sannleika,
að Jón Sigurðsson hafi orðið i minni hluta á Þingvalla-
fundinum 1873, viljað fara skemmra i kröfum en
landar hans. Af þvi að hann var ekki kjörinn fundar-
inaður og gat því í raun réttri hvorki verið þar í meiri
hluta né minni hluta, myndi þetta vera nákvæmar orð-
að á þá leið, að hann hafi lagzt á móti því sem meiri
hluti fundarmanna fór fram og leitazt við að afstýra
því, að það yrði samþykkt.
Þó að ég hefði alið með mér eða g e t a ð alið ein-
hvern snefil af efa um, að þetta hafi svo verið, þá
hefði sá efi horfið sem dögg fyrir sólu, þegar ég las
grein hr. P. E. ó. í „Morgunblaðinu".
Ég var á Þingvöllum um fundinn 1873, þá 16 vetra
gamall, og hlýddi á nokkuð af umræðunum um stjórn-
armálið, en ekki á þær allar. En þó að ég hefði hafzt
við í fundartjaldinu frá upphafi fundarins til enda og
þó að ekkert orð hefði farið fram hjá mér af því sem
þar var talað, hefði mér þó ekki tekizt að komast að
fastri niðurstöðu um að hverju ég skyldi halla mér af