Vaka - 01.05.1929, Side 91

Vaka - 01.05.1929, Side 91
[vaka] J. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873. 85 i kringum hann: „Og sjálfsagt sér hann (þ. e. Jón Sig- urðsson) þetta nú betur en þeir hinir“. Þetta hjálpaði mér nokkuð til jafnvægis aftur, og þegar ég enn siðar varð þess áskynja, að meirihlutamennirnir voru að ganga eftir Jóni Sigurðssyni til að fá hann til að fara á konungsfund og túlka fyrir honum fundarályktun, sem hann hafði lagzt á m ó t i, þá datt mér í hug að ekki myndu nú allir þessir fulltrúar vera stórum vitr- ari en mér fannst ég vera sjálfur. En svo fór ég af fundinum að ég vissi ekki hverju trúa skyldi. En s v o mikið vissi ég þá og veit enn, að það er enginn draumur, að ég hafi verið staddur í fundar- tjaldinu á Þingvöllum 27. og 28. júní 1873 og heyrt og séð Jón Sigurðsson alþingisforseta ganga í berhögg við það, sem þá átti að fara að nefna íslenzkan þjóðvilja. Þetta væri m é r nóg sönnun fyrir því, sem ég held hér fram, þótt ekki væri öðrum gögnum á að skipa. En vitanlega munu aðrir leggja meira upp úr þvi, sem fræðimaðurinn segir, en upp úr svo „prívat“ vitnis- burði, enda gæti ég ekki einu sinni sannað, að ég hefði komið á Þingvöll 1873, ef einhver vildi rengja mig um það. Það mun því verða að tjalda fleiru, ef duga skal. Blaðið „Víkverji" flutti 3. og 10. júlí 1873 ítarlega skýrslu frá fundinum. Það er einasta skýrsla um hann sem komið hefur út á prent, og með því að blaðið er nú sjálfsagt í sárfárra manna höndum, en ég hvort sem er knúður til að minnast frekar á þetta mál en gert er í áminnztri grein minni í „Iðunni“, virðist mér vera vel tilfallið að gera almenningi kunnugt hið helzta úr skýrslunni. Gagnslaust býst ég að vísu við að það verði talið, úr því sem nú er komið, að vera að rifja upp slika fornsögu; en hættulaust ætti það líka að vera fullveldi landsins, þó að fleiri minnist á fund þenna en vísindamenn einir. Til fundarins hafði boðað alþingismaður Reykvík- inga, Halldór Kr. Friðriksson, eftir samráði við ein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.