Vaka - 01.05.1929, Qupperneq 91
[vaka]
J. S. OG ÞINGVALLAFUNDURINN 1873.
85
i kringum hann: „Og sjálfsagt sér hann (þ. e. Jón Sig-
urðsson) þetta nú betur en þeir hinir“. Þetta hjálpaði
mér nokkuð til jafnvægis aftur, og þegar ég enn siðar
varð þess áskynja, að meirihlutamennirnir voru að
ganga eftir Jóni Sigurðssyni til að fá hann til að fara
á konungsfund og túlka fyrir honum fundarályktun,
sem hann hafði lagzt á m ó t i, þá datt mér í hug að
ekki myndu nú allir þessir fulltrúar vera stórum vitr-
ari en mér fannst ég vera sjálfur. En svo fór ég af
fundinum að ég vissi ekki hverju trúa skyldi.
En s v o mikið vissi ég þá og veit enn, að það er
enginn draumur, að ég hafi verið staddur í fundar-
tjaldinu á Þingvöllum 27. og 28. júní 1873 og heyrt og
séð Jón Sigurðsson alþingisforseta ganga í berhögg við
það, sem þá átti að fara að nefna íslenzkan þjóðvilja.
Þetta væri m é r nóg sönnun fyrir því, sem ég held
hér fram, þótt ekki væri öðrum gögnum á að skipa.
En vitanlega munu aðrir leggja meira upp úr þvi, sem
fræðimaðurinn segir, en upp úr svo „prívat“ vitnis-
burði, enda gæti ég ekki einu sinni sannað, að ég hefði
komið á Þingvöll 1873, ef einhver vildi rengja mig um
það. Það mun því verða að tjalda fleiru, ef duga skal.
Blaðið „Víkverji" flutti 3. og 10. júlí 1873 ítarlega
skýrslu frá fundinum. Það er einasta skýrsla um hann
sem komið hefur út á prent, og með því að blaðið er
nú sjálfsagt í sárfárra manna höndum, en ég hvort
sem er knúður til að minnast frekar á þetta mál en
gert er í áminnztri grein minni í „Iðunni“, virðist mér
vera vel tilfallið að gera almenningi kunnugt hið helzta
úr skýrslunni. Gagnslaust býst ég að vísu við að það
verði talið, úr því sem nú er komið, að vera að rifja
upp slika fornsögu; en hættulaust ætti það líka að vera
fullveldi landsins, þó að fleiri minnist á fund þenna
en vísindamenn einir.
Til fundarins hafði boðað alþingismaður Reykvík-
inga, Halldór Kr. Friðriksson, eftir samráði við ein-